Eimreiðin - 01.01.1938, Síða 94
72
ENN UM BERKLASÝKI Á ÍSLANDI
eimreiðin
alt mun öruggara til bata en meramjólkuráfengi. Maðurinn,
sem sagan er af, er sundkappinn Pétur Eiríksson, sem flestir
lesendur munu kannast við, nú einn af mestu iþróttamönn-
um hér á landi fyr og síðar, en áður langdvölum á sjúkra-
húsum eða heilsuhælum vegna berklaveiki. Betri meðmæh
með þeim varnarráðum, sem ég benti á í Eimreiðargrein minni,
en dæmi þessa ágæta íþróttamanns, verða trauðla fundin, þvi
að þegar sýnt er, að mögnuð berklaveiki getur læknast, ef til
vill mest fyrir svipað háttalag og þar var ráðið til, hversu má
þá ekki vænta um máttugleik þess til að koma i veg fyrir veik-
ina? Hins vegar styður dæmi þessa manns ekki viðvörun M-
B. H. við að synda, nema að lungun séu í „bezta lagi“. Að vísu
verða sjúklingar að gæta varúðar við sund, eins og aðra á-
reynslu, en að hraustari lungu þurfi til að iðka sund en marg-
ar aðrar íþróttir, er firra ein. Ég hefði t. d. haldið, að knatt-
spyrna reyndi ekki síður á lungun en sundið, og oft fylgi1'
henni ryk í þokkabót. Þó dettur höf. ekki í hug að orða það’
að við knattleika þurfi lungun að vera „í bezta lagi“, og nefnir
hann þá samt næst á undan sundinu.
Það eru annars fáar af staðhæfingum höf., sem geta staðist
gagnrýni, ef nokkur er, nema sumar, sem lánaðar eru frá öðrum-
„Hið nýja er ekki gott og hið góða ekki nýtt“. Ég skal t. d. rétt
nefna kenninguna um, að gerilsneyðing mjólkur auki mót-
stöðu1) gegn berklaveiki, og söguna um fækkun mannsláta
úr berklaveiki í Norður-Dakota um fullan þriðjung á einu ári,
sama árinu1) og nautgripir þar voru gerðir „berklafríir“ í kyr-
þey. Hún var ekki lengi að verka ráðstöfunin sú. Þá verð ég
að drepa á þá staðhæfingu höf. (neðanmáls á bls. 325), að síðan
R. Koch fann berklagerilinn hafi „smásjáin verið svo að segja
eina vísindatækið, sem notað hefur verið til að auka þekk-
ingu á berklasýkinni“. Hvernig má það vera, að læknir, og
það læknir, sem hefur fengist sérstaklega við lungnasjúk-
dóma, skuli ekki einu sinni hafa nasasjón af þeim rann-
sóknum á „allergi“ berklasmitaðra, sem gerðar hafa veriö
einmitt þessa áratugi, og ekki heldur kannast við rann-
sóknir á lungnaberklasjúklingum með Röntgen-tækjum? ÞaU
1) Auðkent af mér. — S. J.