Eimreiðin - 01.01.1938, Page 96
eimreiðin
Þrjár listfengar systur
Þrjár listfengar systur
bjuggust ioks við gestum heim.
Og þær prýddu sig mcð alúð,
því að eins beið hver af þeim.
Og þær fóru hver að reyna
sinna radda blæ og hljóm.
Og þær listfengu systur
höfðu ljósan krystalsróm.
Og þær listfengu systur
báru inn litskær glös og vín.
Kauluðu órólega . .. Settust ...
Skiftu á ný um sæti sín.
Og þær fylgdu vísum úranna
í þeirra ögrandi ró,
meðan óþreyjan vængjum
bak við vonarhjúpinn sló.
Úrsins tif varð að tímum,
klukkan tíu úr átta varð.
(Klukkan níu, hugsuðu allar,
átti h a n n að ríða í garð.)
En er ellefu varð klukkan,
og þar enginn birtist þó,
heyrðu báðar hinar eldri,
að hin yngsta systir hló.
Meðan hárið iét hún falla,
kvað við hláturinn skær:
„Þetta í dag ég harma á m o r g u n
ekki meira en í g æ r.
Eftir Hans Hartvig Seedorff■
Meira en eina nótt í einu
hefur engin sorg mig gist,
því að gleyma, því að gleyma
er mín glæsilega list.“
Sú í miðið vatt sér undan,
og með ekka hún kvað:
„Ég hafði efað að þú kæmir,
ég hafði aldrei treyst á það.
En þitt hjarta skai ég muna
þótt ég hafi það mist,
því að minnast, ó, að minnast
er mín mesta og dýpsta list.“
Róleg sæti þá hin elzta
tók við orgelið sér:
„Þótt í dag þú komir ekki,
skal ég aftur bjóða þér.
Því að ekki á þessu kveidi
þín tii einskis beið ég fyrst,
og að bíða, ó, að bíða
er mín bezta og eina list.“
Þrjár listfengar systur
reyna að iaða gesti heim.
Og þær búa sig og skreyta,
því hver bíður eins af þeim.
Og í björtum krystal radda,
sem þær reyna og fága enn,
lífið spegiast eins og bóla,
þar sem brestur skelin senn.
Magnús Ásgeirsson
þýddi-