Eimreiðin - 01.01.1938, Side 104
82
NAPÓLEON AUSTURLANDA
eimreiðin
Frú Chiang-Kai-Shek flaug til Sianfu með 6 miljónir doll-
ara í lausnargjald fyrir mann sinn, að því er sögur herma, en
fé þetta lagði fram Kung fjármálaráðherra, sem er einnig for-
seti ríkisbankans i Kína. Árangurinn varð svo sá, að þjóðernis-
sinnar Chiangs og kínversku kommúnistarnir sameinuöust
gegn Japönum. Nú berjast þeir hlið við hlið gegn sameigin-
legum óvini, báðir til þess að sigrast á Japönum og komniún-
istarnir í þeirri von, að Kina verði fyr eða síðar ráðstjórnar-
ríki að rússneskri fyrirmynd.
í Japan hafa lengi verið uppi skiftar skoðanir milli utan-
ríkis-ráðuneytisins, hersins og iðjuhöldanna um það, hvernig
eigi að koma fram gagnvart Kína. En um eitt voru allir sain-
mála í Tokyo: að því lengur sem einræðisherra Kínaveldis
fengi óáreittur að halda áfram að saineina kínversku þjóðina,
kaupa brezkar og ameríkanskar hernaðarflugvélar og grafa
viggirðingar og skotgrafir, þeim mun minni yrðu líkurnar til
þess, að Japanir fengju ráðið niðurlögum hans.
Til þess því að móðga Kinverja enn á ný senda Japanir nýj-
an sendiherra til Nanking, mann að nafni Shigeru Kawagoe,
en sá hafði áður sem útsendari Japana í Tientsin hvatt þá til
að smygla vörum inn í Kina og var miður þokkaður af Kín-
verjum. Þegar Kawagoe kom til Nanking á japönsku herskipL
var Chiang ekki heima — og létu japönsku sjóliðarnir allófrið-
lega í horginni. Var látið í veðri vaka, að nú væri ekki leng-
ur orðum eyðandi við Kinverja, og ef þeir létu ekki í öllu nð
vilja Japana, myndu þeir taka til sinna ráða.
Það kom því flatt upp á Kawagoe, þegar hann bar fram kröf-
ur sínar við Chang Chun, utanríkisráðherra Kínverja, að fá a
sig gagnkröfur frá kínversku stjórninni. Slíkt hafði ekki heyrst
öll þessi ár, sem Japanir höfðu verið að auðmýkja Kínverja-
Japanir uppgötvuðu, að ]>að var komin á stefnubreyting '
Kina. Kínverska þjóðin var vöknuð.
Ekki vakti það minni undrun í Japan þegar Chiang, eftir
heimkomu sina til Nanking, neitaði að semja \ið Kawagoe.
Chiang tók á móti sendiherranum hvað eftir annað með mikilh
kurteisi, en hélt því jafnan fram að utanríkisráðherra Kio-
verja, Chang hershöfðingi, væri að sjálfsögðu eini rétti aðil- .