Eimreiðin - 01.01.1938, Síða 107
E'MREIÐIN
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
85
Sólveig (hlær kalt): Seinlát, já. Flest hélt ég mér yrði borið
á brýn fyr.
á/addaman (með þykkju): Ég er ekki vön því, að hjnin
hlæi, þegar ég vanda um við þau.
Sólveig: Og hjúin á Miklabæ eru heldur ekki vön aðfinsl-
11111 -— að ástæðulausu.
Maddaman: Þér eruð hortug.
Sólveig: Er ég það!
Maddaman: Já, víst eruð þér það. Og eiginlega ætti ég að
íeka yður úr vistinni fyrir ósvífni.
Sólveig: Sama er mér.
Maddaman: Yður gengur illa að muna það, að nú eruð það
ekki þér, Sem eruð húsmóðir á þessu heimili.
Sólveig: Jú, ætli ég muni það ekki — að þér ráðið yfir öllu
kér, já, nema heimilisfriðnum og hamingjunni.
Maddaman (gengur um gólf, æst): Nei, þetta líð ég ekki
lengur!-----I>etta — að ein vesæl vinnukona standi svona
uPPi í hárinu á mér. — Ekkert skil ég í honum Oddi að vilja
hafa þetta svona. En það er nú sama hvað hann segir úr þessu.
Hún verður að fara — og skal fara!
Sr- Oddur (kemur upp um loftsgaiið og hegrir sið-
"•s'h/ orðin): Hvað er að þér, kona? Hver er það, sem á að
fara?
^addaman: Hún Sólveig.
Si'. Oddur (undrandi): Ha? Hún Sólveig?
Maddaman: Hún hefði aldrei átt að vera hér deginum
lengUr, ef^jr ag ág kom á heimilið. (Þögn.) Það voru heldur
ekki miri ráð.
Si~. Oddur: Ég hef ráðið hana út árið.
^addaman: En hún verður nú að fara samt.
Sr- Oddur: Nú, hversvegna?
Maddaman: Vegna þess að ég líð engu af mínu fólki að
afyrða mig upp í opið geðið á mér.
■^r- Oddnr: Vildirðu heldur að hún atyrti þig á bak?
-)Iaddaman: Ég skil ekkert í þér, maður, hvernig þú talar.
Hú segðir annað, ef þú hefðir heyrt, hvað hún sagði við mig
áðan.
^r- Oddur: Nú! Hvað sagði hún þá?