Eimreiðin - 01.01.1938, Page 108
86
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
EIMREIÐI8
Maddaman (litur til Sólveigar): Það er bezt hún segi Þa^
sjálf.
Sólveig: Ég sagði bara, að maddaman réði yfir öllu hér a
Miklabæ, nema heimilisfriðnum og hainingjunni.
Sr. Oddur (lítur á konu sína): Var það þetta alt?
Maddaman: Já! — Þér finst það kannske meinlaust.
Sr. Oddur: Ég skil bara ekkert í hvernig þú gazt móðgast
al' öðru eins smáræði.
Maddaman: Smáræði. Heldurðu að nokkur húsmóðir láti
bjóða sér annað eins af vinnukonum sínum?
Sr. Oddur: Sólveig sagði ekki annað en það, sem rétt er og
satt. Það ræður enginn dauðlegur maður yfir friði og hani-
ingju.
Maddaman: Það sæmir ekki presti að tala svona við konu
sína í áheyrn vinnufólksins.
Sr. Oddur: En sæmir það þá prestskonu að þykjast geta
ráðið yfir þeim hlutum, sem enginn getur ráðið yfir, neiníl
g'uð einn?
Maddaman: Naumast er þig tekur sárt til þessarar fyrver-
andi — ráðskonu þinnar.
Sr. Oddur: Farðu inn til þín og reyndu að jafna þig- ^v°
getúm við talast við á eftir.
Maddaman: Það var skámmsýni af þér að gera hana ekki
að húsmóður á Miklabæ.
Sr. Oddur (liorfir lwast á konu sina): Allir dauðlegir inenn
eru skámmsýnir. (Þögn. Maddaman fer. Sr. Oddur snýr scr
að Sölveigu): Út af hverju sinnaðist ykkur áðan?
Sólveig (utan við sig): Já, ég er rétt að enda við.
Sr. Oddur: Ég spurði, hvað ykkur hefði borið á milli-
Sólveig (lítur upp): Hvað? Mér og maddömunni? Henm
þótti ég vera lengi að brydda skóna.
Sr. Oddur: Það er þá af sem áður var, ef þú ert orðin sein-
virk.
Sólveig: Það er alt af, sem áður var.
Sr. Oddur: Þið eigið ekki skap saman, þú og maddaman-
Sólveig: Eiginkona og útskúfuð unnusta eiga aldrei skap
saman.
Sr. Oddur: Útskúfuð! Það er sterkt orð, Sólveig.