Eimreiðin - 01.01.1938, Page 114
92
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
eimreiðin
Jón Steingrímsson: Þú þarft ekkert að gefa. Það væri meira
en nóg endurgjald fyrir mig, ef ég hefði það á meðvitundinni,
að ég reyndi að létta byrði þína heldur en hitt. (Þögn.) Gerðu
það, Sólveig! Komdu til mín!
Sólveig: Nei, Jón. Ég get ekki notað góðvild þína. Það væri
að launa gott með illu.
Jón Steingrímsson: Jæja. (Stgmir. Þögn.) Er það ákveðið,
livenær þú ferð?
Sólveig: Nei, en það verður mjög bráðlega.
Jón Stcingrimsson: Ætlar presturinn að láta fylgja þér?
Sólveig: Ekki býst ég við því.
Jón Stcingrimsson: Get ég þá ekki hjálpað þér með flutn-
inginn?
Sólveig: Það tekur því ekki. Ég hef ekki svo mikið nieð-
ferðis.
Jón Stcingrimsson: Ekki ferðu þó að fara gangandi, og all-
ténd gæti ég reitt þig eitthvað af leiðinni.
Sólveig: Það er nú svo bezt að hægt sé að koma hestuin
við.
Jón Steingrimsson (forviða): Ha! Ekki hægt að koma hest-
um við hér í Skagafirði? Ég held þú sért . . .
Sólveig (gripur fram i): Rugluð. Ja, það halda nú fleiri,
hefur mér sldlist. En það er nú svona samt. Það verða mér
þung spor, þegar ég geng héðan frá Miklabæ, en ég vil gangn
þau ein og óstudd. — Þú getur ekkert hjálpað mér, Jón, en
þú vildir gera það. Þakka þér fyrir það. Þú ert góður maður
og átt skilið að verða hamingjusamur. (Sólveig gengur fram
að loftsgatinu, snýr sér við í stiganum.) Ég óska þér alls góðs!
(Fer.)
Jón Steingrimsson (gengur um gólf. Við sjúlfan sig): Þaí5
er eitthvað bogið við þetta! . . . Hvað er henni í huga? I’3®
er eitthvað ægilegt í aðsigi. — Ekki vildi ég vera í sporuin sr.
Odds nú, ef hann hefur þá nokkra samvizku. (Þögn.)
Sr. Oddur (kcmur upp): Nú! Þér eruð þá kominn inn. Það
er verið að horða frammi. (Þögn.)
Jón Steingrímsson: Er það rétt, sem heyrst hefur, að Sól-
veig sé að fara héðan?
Sr. Oddur (snögt): Hefur hún sagt yður það?