Eimreiðin - 01.01.1938, Side 118
96
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
eimbeiðíN
Þér, Guðlaug, getið farið og náð í hnakkinn úti í skeinni'
unni, á meðan hann nær í hestinn. (Þau fara. Maddamar1
kemur.)
Maddaman: Hvenær heldurðu þá hún fari?
Sr. Oddur (í öðrum hugsunum): Hver?
Maddaman: Nú, hún Sólveig.
Sr. Oddur: Það veit ég ekki.
Maddaman: Það væri bezt hún færi sem fyrst.
Sr. Oddur (ergilegur): Fyrst verður hún að fá sér einhvern
samastað. Maður getur ekki rekið hana út á gaddinn.
Maddaman: Það var heldur ekki það, sem ég átti við.
Sr. Oddur: Hvað þá?
Maddaman: Bara það, að mér finst hún vekja ófrið á heim-
ilinu.
Sr. Oddur: Sólveig hefur engan ófrið vakið hingað til-
Maddaman: En gerir það nú.
Sr. Oddur: Heldur ekki. Þetta er aðeins ímyndun þín, a^
því að þér er illa við hana.
Maddaman: Mér er hvorugt, hvorki vel né illa við hana.
Sr. Oddur: Þér þýðir ekkert að bera á móti því, að þér er
illa við hana. Þú getur heldur ekki dulið það í framkom11
þinni gagnvart henni. Þú veizt það sjálf, ég veit það — og
fólkið veit það. —----En það er varasamt að vera vondur
við hjú sín. Það er ilt til afspurnar, þegar þau neyðast til a*^
ganga úr vistinni.----Nú hefur þú rekið Sólveigu. Fólki
finnur að þetta er óréttlátt. Jón Steingrímsson gengur úr vist'
inni um leið og Sólveig fer. Hitt fólkið hangir kannske til
vorsins, en sennilega ekki lengur.
Maddaman: Fólkið á að bera virðingu fyrir húsbændum
sínum.
Sr. Oddur: Og húsbændurnir eiga að vera sanngjarnir viö
hjúin, annars geta þeir ekki haldið hjú. — Sannaðu til, góða
min. Annaðhvort verður þú að breyta háttalagi þínu, eða su
tíð kemur, að við verðum tvö ein eftir á bænum, — fáum
ekkert fólk.
Maddaman: Naumast er að ég fæ hlýlegar kveðjur hjá þer’
þegar þú ert að fara í ferðalag.
Sr. Oddur: Þú mátt ekki taka þetta illa upp, góða mín. Ein