Eimreiðin - 01.01.1938, Page 120
98
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
eimbeiðin
Jón Steingrímsson: Hvað segirðu? Heldurðu að hún se
skammlíf?
Þórunn: Það sannast á sínum tíma.
Guðlaug (kemur upp og tekur til vinnu sinnar): Jæja! Þa
eru þeir komnir á stað.
Jón Steingrímsson: Hann fór í seinna lagi núna, presturinn-
Guðlaug: Ó—! Hann hefur Árna með sér.
Þórunn: Svo er nú bjart af tungli.
Jón Steingrímsson: Nú, þetta er svo sem engin óraleið.
Maddaman (kemur upp ci loftið, gengur eftir gólfinu, liorfn'
drembilega og skipandi á fólkið): Ég vænti þið haldið ykkui
að verki! (Fer inn í hjónaherbergið.)
Guðlaug: Hún veit svo sem hver hún er.
Þórunn: Já, það er óhætt um það.
Jón Steingrímsson: Og hvað er það svo, sem hún er? —
Dramblátt kvenskass, sem enginn myndi líta við, nema af
að hún er dóttir auðugs prests.
Þórunn: Flestir verða af gullinu gintir.
Jón Steingrimsson: Já, og þar að auki er hún nú gift presh
— guðsmanni. (Iilær kalt.)
Þórunn: Uss!
Guðlaug: Talaðu ekki svona hátt. Hún getur heyrt til Þnl'
Jón Steingrímsson (hækkar sig): Ó! Skyldi mér ekki vei:1
sama.
Þórunn: Hafa skal frið meðan hægt er.
Jón Steingrímsson (hörkulega): En heldur ekki lengu1'-
Maddaman (kemur fram): Nú! Sólveig er þá ekki konn'1
upp enn þá.
Guðlaug: Nei. — Hún er víst frammi í eldhúsi.
Jón Steingrimsson: Sólveig er lasin. Hún þyrfti að legSJ11
sig.
Maddaman: Leggja sig? Hvað meinið þér eiginlega?
Jón Steingrimsson: Ég meina það, sem ég sagði.
Maddaman: Á hún kannske að leggjast upp í rúm og sohn
þegar nóg er til að gera? ,g
Jón Steingrímsson (stendur upp): Þér ættuð að geta
það sjálf, að hún er alls ekki fær um að vinna i dag, þó ^lU'
geri það.