Eimreiðin - 01.01.1938, Page 124
102
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
EIMHEIÐIN
er bara máltæki. En sagt var um Guðmund biskup Arason,
hinn góða, að hann hefði verið barinn til bólcar.
Gísli (hugsandi): Gvendur biskup góði. Já, það var hann,
sem vígði vatn og flakkaði um landið með betlurum. Hann
var alveg ónýtur búmaður, hann átti aldrei neitt til.
Þórunn: Menn geta verið ríkir, þótt þeir eigi lítið af lönd-
um og lausum aurum.
Gísli: Hvernig geta þeir þá verið rikir?
Þórunn: Þeir geta verið ríkir af manngæðum og vizku-
(Þögn.) En þú ert of ungur til að skilja það.
Gísli: Ég skil það vel, að sá, sem er nógu vitur, getur altaf
orðið ríkur. Vitrustu mennirnir eru galdramenn, sem gefa
látið draugana sækja gull fyrir sig.
Guðlaug: Langar þig kannske til að læra galdur?
Þórunn: Uss! Vertu ekki að tala um þ-dta við barnið.
Gísli: Já, mér þætti gaman að vera göldróttur, ekki svona
smávegis lcuklari, heldur vitur og mikill galdramaður eins
og Sæmundur fróði.
Guðlaug: Hvað myndirðu þá gera?
Gisli: Ég myndi vekja upp drauga og hafa þá fyrir vinnu-
menn. Suma myndi ég senda til sjóar og láta þá róa. En kraft'
mestu draugana sendi ég út í önnur lönd að sækja gull °S
gersemar.
Guðlaug: En heldurðu þú myndir ekki reyna að hjálpa
einhverjum með kunnáttu þinni?
Gísli: Jú, ég skyldi hjálpa þeim, sem draugar ásæktu. Eg
myndi nú byrja á því að hjálpa ... (bítur sundur setninO
una og þcgir.)
Þórunn: Hættu nú þessu tali, Gísli minn, og haltu útram
að leika þér.
Gísli: Heyrðu, Þórunn! Heldurðu að það séu nokkrir kröft
ugir galdramenn til, nú orðið?
Þórunn: Það eru margir til, sem kunna eitthvað fyrir sel’
en þeim er nú sem betur fer farið að fækka, sem nota kunu
áttu sína til ills.
Gísli: En hversvegna taka þeir sig þá ekki til og galúi*1
burt alla þessa drauga, sem alstaðar eru, og alstaðar geu
eitthvað ilt af sér?