Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 128
106
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
eimreiðW
Þórunn: Það var honum sjálfum að kenna. Það er óðs
manns æði að egna upp á móti sér framliðnar verur. Slíkt
er heimska, en eklci hugrekki.
Guðlaug: Ja, ekki langar mig til að mæta þeim, hvorki í
svefni né vöku.
Þórunn: Nei, það er elcki fyrir alla.
Guðlaug: Fólkið segir að Sólveig hafi komið í draumi til
séra Odds og sagt honum það, að úr því að hann hafi ekki
grafið sig í vígðri mold, þá skuli hann elclti verða grafinn
þar sjálfur. Það er haldið, að hún sitji um að drepa hann og
draga í dysina til sín.
Þórunn: Það er ekki altaf mikið að marka hvað fólk segir-
Guðlaug: En eitt er þó víst. Séra Oddur er svo myrkfæl'
inn, að hann þorir ekki að fara einn út fyrir dyr, eftir a®
farið er að skyggja. Það hlýtur að vera eitthvað í myrkrinu,
sem hann hræðist — og hvað gæti það verið, nema draugu1'-
Þórunn: Það er margt að varast og margt að hræðast,
hæði í myrkri og björtu. (Þögn.) En séra Oddur þarf aldrel
að vera einn á ferð í myrkri.
Guðlaug: Nei, af því að hvert mannsbarn i sókninni veit,
hvernig ástatt er með hann. Það gera sér allir að skyldu að
fylgja honum hingað heim í hlað. (Þögn.) Ja, ég man þá tíð,
þegar ég kom hingað fyrst. Þá var hann oft á ferð aleinn, 1
hvaða veðri sem var, sumar og vetur. Hann virtist ekki vera
hræddur við neitt þá.
Þórunn: Heilsan getur bilað hjá hverjum og einum, Þ°tt
hraustur sé.
Guðlaug: Já, en sumir menn halda lcjarki sínum og sáku'
þreki, þótt þeir séu orðnir líkamlegir aumingjar.
Þórunn: Það er sízt betra að vera veiltur á sálinni en a
líkamanum.
Guðlaug: Auðvitað er hvorttveggja ilt, en mér finst n-U
að slcynsamir og hálærðir menn ættu að eiga hægara ineð að
halda sínum andlegu lcröftum en hinir. Þeir eiga hægra með
að vita hvað er hræðilegt og hvað ekki, — og maður óttast
það mest, sem maður ekki veit hvort heldur er meinlaust eða
hættulegt.
Árni (scm hefur komið upp og hegrt síðustu setninguna) ■