Eimreiðin - 01.01.1938, Síða 129
ElMREIÐIN
MIIÍLABÆJAR-SÓLVEIG
107
Vitið þið nú ekki hva8 er meinlaust og hvað er hættulegt?
Uui hvað vóruð þið að tala?
Guðlaug: Um myrkfælni.
Árni: Við skulum helzt láta það liggja á milli hluta. Það
er nóg annað að tala um. (Þögn.)
Maddaman (lcemur upp, leiðir drenginn, en hann liálfstregt-
lsí á móti): Svona, góði minn! Komdu nú inn að hátta.
Gisli (hálf-kjökrandi): Ég fer ekkert að hátta. Því varstu
að láta mig elta þig alla leið út að hesthúsi og hverfa svo?
Ja> ég veit svo sem að þú.hefur hlaupið í kringum hesthúsið
°g komið svo aftan að mér. Nei, ég fer ekkert að hátta!
Maddaman: Láttu elcki svona, Gísli minn. Ég er margbú-
in að segja þér, að ég kom út á eftir þér og sá hvar þú hljópst
nt túnið. Þú hefur bara ímyndað þér, að þú sæir manneskju,
tar seni ekkert var.
Gisli; Heldurðu að ég viti ekki hvað ég sé, með mínum eigin
augum?
Maddaman: Svona, hættu þessari vitleysu. (Leiðir hann að
dyrum hjónaherbergisins. Snýr sér að liinu fólkinu.) Ég lok
a6i bænum áðan. Hitt fólkið er frammi ennþá. Það kemur
sjálfsagt bráðum hingað upp. Ef presturinn kemur og ber 1
frbð, þá fer einhver ykkar fram og opnar.
Ámi: Já. (Maddaman fer inn mcð drenginn. Þögn.)
Þárunn: Jæja. Er þá drengurinn farinn að sjá hana!
^rni: Hana hverja?
Þórunn (lítur upp): Hana — hana móður sína á þeim
stöðum, sem hún ekki er.
Árni: Það var ekki það, sem þú áttir við. Þú áttir við, að
diengurinn væri nú líka farinn að sjá afturgöngu Sóheigai
heitinnar.
Guðlaug: Ég skil ekki í því, að hún sé að leika sér að því
a® hræða drenginn. Ekkert hefur hann gert henni.
-É’/u'; Hann var nú ekki mikið hræddur.
. Guðlaug: Jú, hann var hræddur. Hann var bara ekki hú-
11111 a® átta sig almennilega á því, af hverju hræðslan staf-
aði.
Þárunn: Honum hefði verið nær að halda sig innanbæjar,
arnunganum.