Eimreiðin - 01.01.1938, Síða 130
108
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
eimreiðin
Guðlaug: Hver veit, nema draugurinn hafi vilt hann í bæj'
argöngunum og teymt hann út á hlað.
Árni: Það hefur aldrei borið neitt á því áður, að Gísli hafi
verið myrkfælinn.
Guðlaug: Það myndu nú flestir verða skelkaðir, ef þeir
mættu afturgöngu í myrkri.
Árni: Kannske aumingja drengurinn ætli að taka þennan
— ja, mér liggur við að segja sjúkleika — í arf frá föður
sínum. (Þögn.) Það stendur víst einhversstaðar skrifað, að
syndir feðranna komi niður á börnunum, en ég sé nú ekki
hvaða réttlæti er í því.
Þórunn: Réttlæti og ranglæti er sorglega oft hulið fyr'r
mannanna sjónum.
Árni: Það getur verið, en ég hefði nú í minni einfeldm
haldið, að þó að séra Oddur hefði einhverntíma drýgt stóra
yfirsjón, þá hefði hann með breytni sinni hin síðari ár bætt
fyrir brot sitt. Og þá er heldur engin ástæða að láta hann
gjalda þeirrar gömlu yfirsjónar. Enn þá síður ætti barnið að
gjalda hennar.
Þórunn: Það er nokkuð til í því, sem þú segir. (Þögn.) Eu
ég held, að drengnum hafi ekki verið fyrirbúið neitt ilt áð'
an. Hann hefur kannske séð einhvern meinlausan svip, selU
var á sveimi hérna úti. Það gerir honum ekki neitt, hann
verður jafngóður eftir.
Guðlaug: Já, ef hann bara gæti sofnað, þá býst ég við hann
verði búinn að gleyma þessu á morgun.
Árni (léttara): Þetta var ekkert, þegar maður fer að hugsa
málið. Við skulum snúa við blaðinu og tala um eitthvað ann-
að skemtilegra. Það vantar bara hann Grimsa fjósamann að
herma eftir hreppstjóranum fyrir okkur. Hvern skollann erU
upp matarílátin, og Grímsi hoppar í kringum hana, eins °r>
hrafn í hlaðvarpa. Sigga vasast í mjólkinni, og Gvendur þ>'v
ist vera að hjálpa til.
Árni: Já, þetta er ungt og leikur sér, en hvað um það- ^a
eru dugleg við sin verk, og þá mega þau draga sig samai
fyrir mér.