Eimreiðin - 01.01.1938, Page 134
112
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
EIMREIP>N
ert mark tekið á þeim — og ég er nú orðin gömul og farið að
förlast í flestu.
Guðlaug: Þú veizt eitthvað, en vilt ekki segja það.
Þórunn: Ég veit ekkert. Ég held bara, og hald er engin vissa.
Guðlaug: Heldurðu kannske að Sólveig hafi nú komið fram
hefnd sinni og dregið hann í dysina til sín.
Þórunn: Nei, ég held að Sólveig sé saklaus af því. Hun
gerir engum mein, hvorki lífs né liðin.
Guðlaug: En hún á sín að hefna.
Þórunn: Hefndin er mín, segir Herrann. Þó að einliver
hugsi um liefndir, áður en hann deyr, þá er ekki vízt, að
hann geri það eftir að hann er dáinn. Það breytist margur
af minna.
Maddaman (kemur upp): Hefur Gísli nokkuð vaknað?
Guðlaug: Nei. (Þögn.) Eru þeir farnir?
Maddaman: Já, þeir eru farnir að leita. Árni fór til að vita.
hvort presturinn hefði nokkurntíma lagt á stað. Honum datt
í hug að skeð gæti, að Jarpur hefði fælst á hlaðinu, þegar búið
var að leggja á hann, áður en stigið var á bak. (Þögn.)
er náttúrlega ósennilegt, en þó ekki óhugsandi. Hinir piltarnu
leita hér í kring.
Þórunn: Og það hefur heldur ekkert sézt til fylgdarmanns
ins, ef þeir skyldu nú hafa lagt á stað?
Maddaman: Nei, ekkert. (Þögn.) Eru stúlkurnar franinu
enn þá?
Guðlaug: Já.
Maddaman: Ég ætla þá að skreppa fram til þeirra. ^a
þarf að hafa eitthvað heitt til handa piltunum, þegar Þel1
koma. Þú lætur mig vita, Guðlaug, ef hann Gísli vaknar.
Guðlaug: Já, ég skal gera það. (Maddaman fer. Þögn-)
Þórunn: Það verður liklega ekki svefnsamt hér í nótt.
Guðlaug: Það er hætt við því. (Heyrist barið að dijll,n
frammi. Fótatak til dyra. Rödd maddömunnar.) „
Maddaman: Nei, presturinn er ekki kominn heim.
segið þér, — að fylgja honum, en gátuð ekki fylgt h011111
eftir, af því að hann hleypti á stökk. Ég skil ekkert í ÞesS ^
Guðlaug: Hamingjan hjálpi mér. Þá er fylgdarmaðuiii
kominn og veit elckert um séra Odd. Hvar ætlar þetta að en