Eimreiðin - 01.10.1939, Síða 63
eimheiðin
JÖKLARNIR — FRAMTÍÐARLAND
407
Við Fimmvörðuháls.
Riikið, að aldrei gleymist. Fyrir skíðamenn eru þar ótæmandi
Riöguleikar. Við Goðaborg á Austur-Vatnajökli, í Hvannadal
— ofar Svinafelli — undir Hvannadalshnjúk og á Fimmvörðu-
hálsi, milli Mýrdals og Eyjafjallajökuls, þurfum við að reisa
rúrngóða skála (hæðin er frá 1200—1400 metra yfir sjávarmál).
Skálar þessir yrðu námsstöðvar fyrir fólk það, sem vill læra
að ferðast og stunda háfjallaíþróttir. Skáli Ferðafélagsins í
Kerlingafjöllum yrði, með hæfilegri stækkun, fjórða stöðin,
Því þaðan er gott að sækja Hofs- og Langjökul, ásamt Kerl-
ingafjöllum. Allir skálarnir saintals þyrftu að rúma ca. 300
Ríanns og vera starfræktir alt árið. Sex vikna námskeið að
suniri og álíka tími að vetrarlagi er nægjanlegt til að kenna
undirbúningsatriði fjallgöngu. Öll ungmenni, sem lokið hafa
skyldunámi, ættu að eiga kost á að sækja námsskeið þessi. Ur
neniendum yrði svo valið það fólk, sem gæti orðið fjallafor-
'ngjar og fjallaverðir eða sem hefði verkstjórn á hendi við
lagningu fjallvega og byggingu skála eða gistihúsa fyrir
ferðafólk.
Á þenna hátt yrði ísland hið eina land álfunnar, sem ræki
ferðastarfsemi félagslega. Alstaðar eru ferðalög rekin með