Eimreiðin - 01.10.1939, Blaðsíða 67
EIIIREIÐIN
Dr. Vilhjálmur Stefansson
og Ferðabækur hans.
Byrði betri
iierrat maðr lirautu at,
en sé mannvit mikit.
Háuamál.
Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður varð sextugur 3. nóv-
einber þ. á. Því hagaði svo vel til með Ferðabækur hans, að
þær voru þá fyrir nokkru allar komnar út á íslenzku, svo að
þjóðin vissi, hvern mann hún hafði að dá þar sem Vilhjálmur
Stefánsson var.
Við Islendingar eignum okkur Vilhjálm Stefánsson, þó að
hann sé fæddur í annari heimsálfu, hafi mótast þar og ment-
ast og unnið þar sín afrek. En það er okkur afsökun, að þetta
er sízt gert í ltlóra við hann sjálfan. Vilhjálmur dregur enga
dul á það hvaðan hann sé kynjaður; sjálfur kallar hann sig
Islending og sýnir það m. a. með nafnritun sinni. í stað föður-
nafns síns ritar hann að vísu afanafn sitt, eftir lenzkunni þar
seni hann var skirður, en jafnvel hinum þjóðlegustu löndum
°lvkar vestra hættir við — að vonum getum við sagt — að rita
°öfn sín svo, að þau verði munntöm meðal miljónanna þar í
állu. Vilhjálmur breytir ekki staf, ekki kommu í sínu nafni.
Hver sá, er nokkuð þekkir til íslendinga og íslenzkrar tungu,
þekkir því uppruna hans undir eins af nafninu.
Á hinu nýafstaðna sextugsafmæli keptust Reykjavíkur-
klöðin um að geta Vilhjálms, og öll dáðu þau hann, eins og
skylt var. Þar kvað hið sama við og oftast í umtali manna á
meðal: að dást að hreysti hans og harðfengi, „víkingseðlinu
°- s. frv. Við hugsum yfirleitt þannig um niann, sem ferðast
hefur þúsundir kílómetra um ísbreiður Ishafsins og lönd þau,
er að því liggja. Ég vil ekki gera lítið úr líkamlegri hreysti
^ ilhjálms Stefánssonar, því að hann hefur sýnt meira þol en
flestir aðrir, þegar á það hefur reynt. En líkamleg hreysti