Eimreiðin - 01.10.1939, Qupperneq 69
eimheiðin
DR. VILHJÁLMUR STEFÁNSSON
413
hver kaldasti stað-
urinn á jörðu, ferð-
aðist um eftir vild
°g aflaði sér hvar-
vetna matfanga.
Fyrirrennarar Vil-
hjálms, eins og t. d.
^eary, höfðu að
vísu komið auga á
betta og notfært
sér það að nokkru
leyti til aðstoðar
aðeins. En Vilhjálmur samdi sig algerlega að háttum frum-
hyggjanna, að því einu undánskildu að hafna bábiljum þeirra.
í*ar komu gáfur hvíta mannsins til viðbótar hagnýtri reynslu
Eskimóanna. Hér var enn sem fvr andlega atgerfið að verki,
trekar en hið líkamlega.
Vilhjálmur Stefánsson er fæddur í Manitoba í Kanada, en
fluttist á öðru ári með foreldrum sínum til Norður-Dakota í
Eandarikjunum og ólst þar upp. Hét móðir hans Ingibjörg
Jóhannesdóttir, frá Bægisá í Öxnadal, en faðir hans Jóhann
Stefánsson frá Tungu á Svalbarðsströnd. Eru fjögur föður-
systkini Áhlhjálms enn á lífi, þrír bræður á Svalbarðsströnd-
inni og ein systir hér í Reykjavík.
Foreldrar Vilhjálms fluttust vestur um haf 1876. Þeir, sem
^uuna eftir þeim hér heima, segja að þau hafi þótt myndarfólk,
svo að af bar. Föður sinn misti Vilhjálmur þrettán ára gamall
°g varð þá að fara að sjá fyrir sér sjálfur. Átján ára gamall
veisti hann bú, ásamt þremur unglingum öðrum, en það fór
brátt út í veður og vind. Þá lagði hann inn á mentabrautina,
eins og hugur hans hafði jafnan staðið til, barðist þar áfram
af eigin ramleik, en með glæsilegum árangri. Aðalnámsgrein
hans var mannfræði.
Árið 1906 réðst hann í leiðangur norður að íshafi, kom heim
aftur sumarið eftir og hóf þá strax undirbúning að nýjum
ieiðangri, er stóð yfir árin 1908—1912. Árið 1913 lagði hann
enn í nýjan leiðangur, er stóð til 1918. Síðan hefur hann átt
heimili í New Árork, en þó ferðast viða um. Hann hefur skrifað
Foreldrar Vilhjálms Stefánssonar.