Eimreiðin - 01.10.1939, Page 72
416
DR. VILHJÁLMUR STEFÁNSSON
EIMREIÐIN
Heimsskautslöndin unaðslegu.
Þriðji leiðangurinn, 1913—1918, var lang-umfangsmestur,
lcostaður af Kanadastjórn að öllu leyti og ekkert til sparað.
Þá dvaldi höf. lengst af ekki „meðal Eskimóa“, heldur langt
fyrir norðan bústaði þeirra. Þar kemur glæsilegast fram skarp-
leiki Vilhjálms Stefánssonar, er hann gengur í berhögg við
álit allra sérfróðra manna, i'yrri pólfara, vísindamanna, hval-
veiðara í íshafinu og Eskimóanna við strendur þess, sem allir
töldu ördeyðu í íshafinu þegar nokkuð kæmi frá landi. Vil-
hjálmur ályktaði af sínu „skynsamlega viti“, að æti mundi vera
nóg, og þar sem ætið er, þar væru einnig lífverur. Um íshafið
mætti því ferðast án verulegs farangurs og afla sér matar með
veiði.
Þessi djarfa ályktun reyndist rétt. Vilhjálmur ferðaðist vorið
1914 alls 1100 km. leið um hafís, lengst af við þriðja mann, og
kom eftir 96 daga heilu og höldnu á land aftur. Svipuðum
ferðalögum var svo haldið áfram næstu árin.
Eins og áður er getið var ekkert til sparað við útbúnað þessa
leiðangurs. Starfsmenn voru margir, og átti Vilhjálmur í nokkr-
um erfiðleikum við þá. Þannig brást honum, að skip væri
komið með nýjan útbúnað handa þeim félögum á þann stað,
þar sem þeir komu fyrst að landi eftir íssferðina, enda voru
þeir alveg taldir af. Þeir áttu þá aðeins rúmlega 200 skot í tvo
rifla, er þeir höfðu meðferðis. Það sýnir bezt hið óbilandi þrek
og áræði Vilhjálms, að þó að þeir yrðu að hafa þarna vetrar-
setu aðstoðarlausir, var hann að bollaleggja nýtt ferðalag úti
á hafísnum, með þessi 200 skot, er birta tælíi aftur um vetur-
inn, og hugðist að leita ekki til mannabygða fyr en sumarið
eftir. Honum hefði eflaust tekist þetta, og hefði það sýnt enn
glæsilegri árangur af hinni djörfu ályktun hans. En hinn
ótrauði Wilkins kom skipi norður á Bankseyju, og náðu þeir
Vilhjálmur og menn hans sambandi við það, svo að þetta
breyttist.
Saga þessa leiðangurs er í þrem bindum, þ. e. meira en hehn-
ingur ritsafnsins, enda er frá mörgu að segja, þó að hér sé ekki
rúm til að fara nánar út í það.
Það er mikill fengur fyrir þjóðina, að Ferðabækur Vilhjálnis
eru nú komnar á íslenzku. Ekki getur heilbrigðari skemtilestur,