Eimreiðin - 01.10.1939, Qupperneq 84
428
RITSJÁ
eimreiðin
sé nema um stund, og endurnæra þannig hugi þeirra. Gerir ]iá ekki til,
]iótt sögurnar séu ótrúlegar, ef sögumanni tekst að láta hið ótrúlega
verða svo trúlegt, að lesandinn gái ekki ólíkindanna um stund eða
a. m. k. meðan að hann er að lesa söguna. I hugardjúpum vor flestra
býr barnaleg trúgirni, sem tekur flest trúanlegt, um stundarsakir, ef
]iað er nógu sniðuglega fram sett.
Olafi við l'axafen hefur tekist furðulega vel með hessa sögu sína. Hún
hefur að vísu ekki „sálfræðilegt" gildi og gerir heldur ekki tilkall til þess
að hafa ]iað, en hún er reglulega skemtileg og „spennandi“, og livergi
eru á henni „dauðir“ hlettir. Hún er öll fjörug og lifandi og jafnast fylli-
lega á við góðar þcsskyns bækur erlendar, sem ég hef lesið.
Það má auðvitað setja sig upp á háan hest og tala um, að samning
og lestur svona bóka sé „flótti frá veruleikanum", og má ]iað að vissu
Ieyti til sanns vegar færa, en í raun og veru er allur skáldskapur nokk-
urskonar flótti frá svonefndum „veruleika“, en sá flótti liefur einatt sjálf-
an „veruleikann" upp i æðra veldi.
í hessari hók er sagt frá bankaráni í Reykjavík og ýmsu í sambandi
við hað, en ekki ætla ég að taka ánægjuna frá lesendunum með því að
rekja efnið hér. Jakob Jóh. Smári.
Guðmundur E. Geirdal: SKRIÐUFÖLL. Rvk. 1939. (Félagsprent-
smiðjan.) Kvæði þessi eru eftir vel skáldmæltan mann, sem nær víða
góðum sprettum úr skáldafáknum, og mörg kvæðin eru hressileg og með
all-góðum tilþrifum. Nýstárleg eru þau að visu ekki, enda er varla við
slíku að húast. En þau munu áreiðanlega geta glatt hugi ljóðelskra manna.
Rezt þykir mér kvæðið um vetrarmanninn á Ósi, sem ort er út af gam-
alli munnmælasögu. Innilegar eru vísurnar um „hjartaskáldið" (Matthías
Jocliumsson).
Sem dæmi upp á kveðskap höfundar ælla ég að tilfæra eina gamanvísu
eftir liann. Hún heitir „f stiganum“.
(Hún var á upp-, en hann á niðurleið.)
í miðjum liliðum ef mætumst vér
og mikið er þar um skriður:
Hvort ætlarðu að hefja mig upp með þér,
eða á ég að draga þig niður?
Jakob Jóh. Smári.
Hulda: DALAFÓLK. II. Rvk. 1939. (Útg.: Höf.) Bók þessi er fram-
hald eða siðari hluti sögunnar Dalafólk sem ég gat um á sínum tima
hér í „Eimreiðinni“, og er hún mjög með sömu einkennum og fyrrI
hlutinn. Mér virðast lýsingar Huldu vera ekki siður sannar en lj-s"
ingar bölsýnisskálda vorra á mönnum og málefnum, en munurinn rr
sá, að hjá persónunum í skáldskap Huldu er maður altaf í góðum
félagsskap, en ekki innan um eintóm skitmenni. En það er nú svona,