Eimreiðin - 01.10.1939, Side 94
438
RITSJÁ
eimreiðin
miðið, Tröllið á gluggrmuni og Sagan af signor Mussolini. Hér ólgar liug-
ur hans af baráttulöngun og umbótaáhuga. En svo gripur skáldið lífs-
leiði og löngun til að hverfa burt frá öllu heiinsins vafstri, eins og i
kvæðinu Heimþrá. Og enn er það sveitin og gróður jarðar, sem vekur
eftirsjá og tilbeiðslu i liuga hans. I Astarkvæði til moldarinnar kemst
liann svo að orði:
Vakna þú, mold, er sefur — hlýð þú huga
og hönd þess snauða manns,
er leitar sveittur sálar þinnar — rís þú
við söngva hans.
Vakna þú — lát. þú tiginn tilgang finna
hinn trúa starfsins þegn.
Opna þú skaut þitt — sumar er i suðri
með sól og regn.
Vakna þú — drekk þú glóvín morgungeislans
úr glærri loftsins skál.
Drag blóm á stöng — legg gull þíns gróðurmáttar
i gras og kál.
Vakna þú — finn, live hold þitt, hrúna brúður,
er hóndans hjarta gott.
Sýn manni þeim, er plógsins óð þú yrkir,
þinn ástarvott.
Vakna þú — lilæ við bláu búmannsauga,
lát hlóð þitt streyma liratt. —
Já, kom þú, elskan góð, i grænni kápu,
með gulan liatt!
Einhvcrnveginn er Jiað svoua, að þau liugmyndatengsl sem skáldið
knýtir við náttúruna, fjölhreytni hennar og fegurð, gróðurmagn hennar
og geisladýrð, verða honum notadrýgsti efniviðurinn i fallegustu kvæðin.
Þannig verður sólsetrið honum tilefni þessa óðs um óuppfyltar þrár og
endurnýjaðar vonir:
Er hnígur sól að hafsins djúpi
og hulin sorg á hrjóstin knýr,
vér minnumst þeirra, er dóu í draumi
um djarft og voldugt ævintýr.
Þá koma þeir úr öllum áttum,
með óskir þær, er flugu hæst,
og gráta í vorum hljóðu hjörtum
liinn lielga draum, sem gat ei ræst.