Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1939, Page 98

Eimreiðin - 01.10.1939, Page 98
442 RITSJÁ eimreiðin ara að kynna sér sögu Færeyinga rækilega og veita i henni fræðslu neni- endum sinum. En allmikið mun á skorta að svo sé enn sem komið er. Þessi liók er tilvalin handbók islenzkum kennurum, og ættu ]ieir að afla sér hennar, — og reyndar allir, sem láta sig varða sögu og lif þessarar nákomnu frændhjóðar vorrar. Sv. S. THE HISTORY OF SCANDINAVIAN LITTERATURES. Edited by Fred- erika Blankner, New York 1038 (Dial Press). Svo virðist sem bókmentum íslands sé stöðugt veitt vaxandi athygli meðal amerískra mentamanna. Vafalaust er ]iað mikið að þakka starfsemi íslenzkra fræðimanna við ameríska háskóla og aðrar mentastofnanir. I>ar starfa nú nokkrir slíkir islenzkir fræðimenn, og meðal lieirra er íslendingurinn Richard Reck allstórvirkur. Eitt dæmi þessa er sá mikli skerfur, sem hann leggur til þessarar hókmentasögu Norðurlanda, sem er mikið rit og vandað, XIV + 407 bls. að stærð, í stóru 8vo broti. Dr. Richard Beek, prófessor i Norðurlandamálum og Norðurlanda- bólimentum við háskólann i Norður-Dakota og forseti norrænu-deildar- innar þar, hefur hér unnið þýðingarmikið verk, til þess að kynna Norð- urlöndin, og þá fyrst og fremst ísland, meðal enskumælandi þjóða í Vesturheimi. Hann hefur ekki aðeins samið þann hluta bókarinnar, seni fjallar um islenzkar bókmentir að fornu og nýju og vestur-islenzkar bókmentir, heldur einnig kaflann um norsk-ameriskar bókmentir og kaflann um finskar bókmentir. Yfirlit hans um íslenzkar og finskar nú- tíðarbókmentir mun vera það itarlegasta, sem völ er á i Ameriku á ensku, enda er þess getið i formála bókarinnar, að allmiklu meira rúm hafi hlutfallslega verið veitt til þessara yfirlitskafla en annara, vegna þess hve lítið var áður til á ensku um þessar greinar norrænna hók- menta. Á rúmum fimmtiu hlaðsíðum rekur dr. Beck sögu íslenzkra hókmenta frá fornöid til vorra daga. Frásögn lians er skýr og gagnorð. Fyrst er kafii um Eddurnar og fornskáldin, þá annar um íslendingasögur og sagnaritun fram undir 1300. Timabilinu frá 1300—1540 er lýst i sér- stökum kafla og í öðrum siðbótartímanum til endurvakningar íslenzkra liókmenta um og cftir miðja 18. öld. Timabilið frá 1750 til 1835 er rakið i næsta kafla, og tekur þá við lengsti og itarlegasti kaflinn, um bók- mentir siðustu hundrað áranna, þróunina og hina vaxandi fjölbrejdni i islenzkum skáldskap á þessu timabili. Loks eru nokkur niðurlagsorð. Þó fljótt vcrði að fara yfir sögu og á margt að drepa i stuttu máli, cr hér sainankominn mjög mikill fróðleikur um íslenzkar bókmentir, og heildarmyndin glögg og góð. Höfundurinn hefur sýnilega jafnan haft það fj'rir augum, að hér ætti fvrst og fremst að vera um stutta alfræði- lega greinargerð íslenzkra bókmenta að ræða og hagað sér eftir því. Þessvegna ber eðlilega mikið á upptalningum nafna á höfundum, einkum meðal jmgstu skáldakj'nslóðarinnar. Flestir fulltrúar ljóðlistar, skáld- sagnagerðar og leikritagerðar, sem nokkuð verulega hefur kveðið að til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.