Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1959, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.07.1959, Blaðsíða 24
166 EIMREIÐIN las þær og lærði þau. Skáldin, sem áður ortu fyrir og um kon- unga og höfðu hirðir að áheyrendum, settu nú einkum saman rímur og kváðu sér liljóðs í hreysum hins fátæka lýðs. Rím- urnar gerðu ómetanlegt gagn sem dægxastytting á lönguin kvöldum og með því að varðveita rnálið, skilning á því og þjálfa brageyra fólksins. En ekkert skáld virðist framar dreyma um að ryðja sér braut á erlendum vettvangi. Tilviljun getur það varla verið, að fyrst þegar íslendingar fá heimastjórn 1904, roðar af nýjum degi í þessu efni. Á því herrans ári gerist sá atburður, að íslenzkur dýralæknastúdent, Jóhann Sigurjónsson, sent þá hefur ákveðið að hætta námi, þótt kominn sé að prófi, og lielga sig skáldskap eingöngu, sendir Björnstjerne Björnson tvö kvæði eftir sig til athugun- ar. Árið eftir semur Jóhann leikritið Dr. Rung, sendir það líka Björnsson; og fyrir meðmæli frá honum aðallega er talið, að Jóhann fengi það út gefið svo að segja samstundis lijá Gyldendal, virðulegasta hókaforlagi í Kaupmannahöfn. Þar með er ísinn brotinn. Jóhann Sigurjónsson ryður á ný ís- lenzkum skáldum erlendis braut, sem hafði verið lirísi vax- in og háu grasi um aldir, þó að enn líði nokkur ár, þar til draumur hans um fé og frægð sem mikið skáld nái að rætast. Veturinn 1911—12 er merkilegt missiri í sögn íslenzkra bókmennta erlendis. Þá vinnur Jóhann Sigurjónsson sinn mikla sigur með Fjalla-Eyvindi, fyrst á leiksviði í Kaup' mannahöfn, síðan víðs vegar um Evrópu. Sama ár gaf Jónas Guðlaugsson út ljóðabókina Söngva frá Norðurhafi á dönsku- Eftir Gunnar Gunnarsson kom fyrsta bindi af Sögu Borgar- ættarinnar á sama máli. Og Guðmundar Kamban var í óða önn að skrifa Höddu Pöddu úti við Eyrársund. Allt voru þetta bókmenntaviðburðir á Norðurlandamælikvarða. En með sýn- ingu Fjalla-Eyvindar á leiksviðum höluðborga Evrópu og út- komu Ormars Örlygssonar, fyrst á dönsku og síðar á fleiri málum, er runnin ný öld hirðskáldanna, sem fóru utan fra Sögueynni til að leita sér fjár og frægðar. Fróðlegt er að bera saman lífskjör, efni og meðferð þess- ara fyrstu frægu verka Jóhanns og Gunnars. Jóhann var fra efnuðu heimili kominn, Laxamýri í Þingeyjarsýslu, og studd- ur til mennta af ríkum foreldrum. Gunnar ólst upp í fa'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.