Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1959, Page 32

Eimreiðin - 01.07.1959, Page 32
174 EIMREIÐIN til Danmerkur, stundar þar nám og berst harðri baráttu. Frá námi hans og mistökum er sagt í þættinum Óreyndum ferða- langi, sem gerist á Jótlandi. Svo fer liann til höfuðborgar- innar. Frásögnin af lífi og viðbrögðum landa í Kaupmanna- höfn er næsta fjölbreytt og fjörug, tvinnaðar saman á óvið- jafnanlegan hátt sorg og glettni, sem ósjaldan er dálítið grá, í mótsetningu við góðlátlega kímni, sem hvarvetna er ein höf- uðprýði fyrri hluta verksins. Með aðdráttarafli einlægninnar gæðir skáldið eigi að síður Hugleik hraðsiglandi seið og töfr- um, eins og sagan öll er magni þrunginn strengjagaldur, minn- ir að sumu leyti meira á ljóð eða hljómkviðu en laust mál, svo tónræn er hún að eðli. Fjallkirkjan er forvitnilegust bóka Gunnars Gunnarssonar. Hún sýnir þróun hans frá fyrstu vitund, þar til hann vinnur sigur og viðurkenningu sem skáld. í henni endurspeglast þjóðlífið á þeim tíma, sem liún nær yfir, líkt og fjall í stafa- lygnum firði neðan frá rótum og upp á brún. Um leið og hún sýnir hátind verka Gunnars, er hún allt í senn: musteri anda skáldsins, guðspjall gleði þess og sorga og trúarjátning, skírt í eldi vonbrigða og þjáninga. Síðast en ekki sízt er hún íslenzkt verk, þrungin svo ríkri ættjarðarást, að undrum sæt- ir, að höfundinum skyldi nokkurn tíma liafa verið álasað fyrir að vera óþjóðlegur. Þegar Gunnar hafði lokið þessu mikla verki, 1928, tók hann af alefli til við sagnabálk, sem hann nefndi Landnám- í lok stríðsins fyrra hafði hann ritað fyrstu söguna í þeim ílokki, Fíistbræður. Það er unglingasaga, hefur m. a. verið gefin út fyrir danska menntaskóla, enda mjög skemmtileg og meðal víðfrægustu bóka Gunnars. Lýsir trú, siðum, útþrá, æv- intýralífi og landnámi Ingólfs og Hjörleifs. Framhald Fóst- bræðra er Jörð, saga Arnarhvolsfeðga, Þorsteins Ingólfsson- ar og Þorkels mána, og upphafs þjóðríkis á íslandi. Hvíti- kristur er saga kristnitökunnar. Hafa þeir þar orðið til skipt- is Runólfur í Dal og Svertingur son hans, er gefur ógleyman- lega lýsingu á kristniboðanum, Þorvaldi víðförla. Næst í röð- inni eru Bragðarefimir, leikrit, gert út af Bandamanna sögu, og að því leyti ólíkt flestum verkum Gunnars, að það „fer vel“; einurð og réttlæti ganga með sigur af hólmi í viðureign
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.