Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1959, Page 36

Eimreiðin - 01.07.1959, Page 36
178 EIMREIÐIN í Fóstbræðrum og fann barrilminn frá hólmunum, sem út- flytjendurnir sigldu fram hjá á leiðinni frá Noregi til íslands og vaxnir voru greni og furu, streyma með sogandi söknuði í öldurn inn í sál sína. Svipað og Helgu, má ætla, að Gunnari hafi verið innan brjósts, þegar hann sigldi út Vopnafjörð í fyrsta sinn til að þjóna köllun sinni. En líkt og Helga hikaði ekki við að fylgja unnusta sínum, Leifi, til íslands, svo fylgdi og Gunnar brúði sinni og hugsjón um lönd og höf án þess að líta nokkru sinni undan. í þeirri þjónustu sat hann þrjá áratugi handan Is- lands ála. Ætla má þó, að hverja stund þess tíma liafi við- horf hans til eyjunnar hvítu verið líkt og Svertings frá Dal, sem víða fór erlendis og Gunnar leggur í munn þessi orð: „En hólminn okkar fannst mér vera eina landið, er líft væri í, eftir að ég á skammri stundu hafði haft of löng kynni af öðrum þjóðum og löndurn." Svo sem goðasonurinn frá Dal var einn af gíslum ofjarls þeirra í Noregi, þannig var og Gunnar útlagi, og það miklu lengur, fyrir tilstuðlan annars höfðingja: þess er gaf skáldmjöðinn og bað hann að fylgj3 sér. Að öðru leyti var Gunnari og gíslum Ólafs konungs ólíkt farið. Hvað því viðvék átti hann meira skylt við Þorvald víðförla. Svo lagði Gunnar Svertingi orð í munn: „Aðspurð- ur, hvort ég gæti hugsað mér að ílendast meðal Saxa, svaraði ég því þó neitandi. Að ég innra með mér hafi verið í vafa nokkrum fáein augnablik — það þori ég ekki fyrir að synja. En ekki ýkja lengi. Þegar á skyldi herða, gat ég ómögulega hugsað mér að segja skilið við líf það, sem ég var samgróinn frá blautu barnsbeini. Til þess hefði ég þurft að gerast ann- ar maður. Eða að minnsta kosti orðið að leita sjálfs mín á öðrum og óskyldum vettvangi. Hver er slíks megnugur? . • • Jú, að vísu! Vinur minn Þorvaldur! Miklum manni eru allh' vegir færir. Enda hefur guð hans kallað hann og kjörið: Lagt honum á herðar sérstakt verkefni, er hann ótrauður leystf af hendi. Leysir af hendi með ódæma skörungsskap." 1 2) Hér á hvert orð við Gunnar sjálfan: sú ramma taug, sein 1) Hvítikristur, bls. 77. 2) Hvítikristur, bls. 94—95.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.