Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1959, Side 46

Eimreiðin - 01.07.1959, Side 46
188 EIMREIÐIN fyrir allan leikinn og gáskann í frímínútunum og þrátt fyrir alla tilbreytnina. Hún mundi, hvernig henni hafði hlýnað um hjartaræturnar, þegar hún kom inn í baðstofuna heima og sá allt, sem henni var gamalkunnugt. Og hún fór að kvíða fyrir að verða að skilja við Hjalla fyrir fullt og allt. Og hvernig var nú fólkið á Horni? Hún þekkti Þorgerði, því að hún var ljósmóðirin og hafði tekið á móti öllum börnunum á Hjalla. Hún hafði líka séð hitt fólkið, Ásmund, son Þorgerðar, sem stóð fyrir búinu með henni, og Jónínu, dóttur hennar. Svo hafði hún séð gamla manninn, hann Jónatan. Hún þekkti þau ölf að ytra útliti og hafði líka heyrt sitthvað um þau, en samt voru þau ókunnug, og það var ekki laust við, að hún væri hálfhrædd við þau- Hún átti að vera lijá þeim í heilt ár, dag og nótt, og ef þau yrðu nú vond við hana og skömmuðu hana kannske fyrir litlar eða engar sakir, hvert átti hún þá að fara til þess að fá réttingu mála sinna? Húsmóðirin hafði reyndar oft skammað liana og eins hús- bóndinn, en hún þekkti þau svo vel og vissi, að þau myndu ekki erfa það við hana, þó að hún bryti eitthvað, eða óhlýðn- aðist af kjánaskap. En j>að var ekki víst, að Þorgerður væri eins góð og húsmóðirin. En mánuðirnir liðu, og ekki varð við neitt ráðið. Maí kom, og snjórinn var nærri því horfinn. Það ætlaði að verða óvenju- lega gott vor. Lækurinn rann í gegnum túnið og söng við, og vindurinn blés yfir börðin og hólana. Hún var úti á velli dag eftir dag við taðið, því að það var löngu búið að sleppa og verið að stinga út. Þessar síðustu vikur liðu eins og í draumi. Hugsanirnar þyrluðust aftur og' l'ram í huga hennar og gerðu hana ruglaða. Hún gekk heim á kveldin, þreytt eftir að bogra heilan dag og horfði niður fyrir fætur sér í einhverju ráðaleysi, svo að hún vissi ekki af sér, fyrr en hún var komin heim á hlað. Og þegar nóttin koiu, gat hún ekki solið fyrir hugsunum. Síðustu dagana var hún látin vera inni, lil þess að hún stagaði undir handleiðslu húsmóðurinnar, og svo lagði húu hvert lagið af öðru af hreinum og viðgerðum fötum niður i koffortið sitt. Húsmóðirin gaf henni meira að segja tvö svuntu-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.