Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1959, Blaðsíða 52

Eimreiðin - 01.07.1959, Blaðsíða 52
194 EIMREIÐIN En Þorgerður kemur aftur eftir viku, og allt verður eins og áður var. Hún lætur töskuna sína upp á hilluna yfir rúm- inu sínu, fer úr reiðfötunum og þvær af sér svitann og rykiö eftir ferðalagið. Karbóllyktin af töskunni fer eins og bylgja yfir baðstofuna, og það er eins og verði kaldara þar inni- Næstu dagana er hamast við að bæta og gera við föt, og Ás- mundur fer niður í Vör með ullina. Það er hljótt í bænum. Tik-takið í klukkunni heyrist greinilega langt fram í göng. Telpan situr á rúminu sínu og stagar í sokkaplögg. Nálin gengur alltaf jafnt og þétt, ýmist yfir eða undir þræðina, eins eins og eins eins í sífellu. Þá rýkur liundurinn upp með gelti og óskapalátum úti á hlaðinu. Það er kominn gestur. Þorgerður lítur út um glugg' ann og sér, hver gesturinn er, og það koma drættir í kring- urn munninn á henni. Hún hreyfir sig ekki úr sætinu, og Jónína og telpan sitja líka kyrrar, enda heyra þær, að gest- urinn kemur sjálfkrafa inn göngin og opnar baðstofuhurðina. Það er kona. Hún er há og svo beinaber, að líkast er sem ekkert hold sé til utan á henni. Hún er ekki í neinu utan yfir sig og heldur ekki með höfuðfat né vettlinga. Andlitið er veðurbarið eins og á þeim, sem eru nrikið úti í alls konar veðr- unr, og í fasi er hún líkari karlmanni en konu. Hún býður góðan dag og sezt óboðin á rúnr Ásmundar. „Þú átt kaffi á könnunni, vænti ég,“ segir lrún við Þor- gerði. „Ég er orðin þyrst af að labba þetta.“ Svo tekur hún reykjarpípu upp úr brjóstvasanum á prjóna- treyjunni sinni og fer að troða í hana tóbaki. Þorgerður stendur upp og opnar gluggann þegjandi. Hun hefur enn ekki látizt sjá gestinn. En svo fer hún fram, að öu- um líkindum til þess að lrita kaffið. „Sömu viðtökurnar og vanalega,“ segir aðkomukonan og blæs reyknum út í loftið. „Það er svo sem ekki systurástinni fyrir að fara hjá henni Þorgerði minni.“ Svo heldur hún áfram að reykja og segir ekki meira. Telpan horfir hugsandi á hana öðru hvoru. Hún hefu1 heyrt getið um þessa konu og veit, að hún er systir Þorgerðar- Hún á heima í dálitlum kofa rétt niðri við kaupstaðinn °o vinnur í görðum á vorin hingað og þangað, er í kaupavinnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.