Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1959, Page 78

Eimreiðin - 01.07.1959, Page 78
UPPSKERUHATIÐIN Eftir Martin A. Hansen. Það var síðla dags á Mikjálsmessu i'yrir mörgum árum, að sviplegt dauðsfall átti sér stað á sjálenzkum bóndabæ, sem liastarlega og voveiflega kom uppskeruhátíðinni úr skorðum og fékk annríkisysinn á þeim stóra bæ til að hljóðna. Eftir þennan atburð hvíldi í nokkur ár þungbúinn skuggi yl ir lágum stráþökum bæjarins og myrkum ávaxtagarði. Glögg- skyggnir menn sáu þennan skugga. En nú er þetta gleymt. Bændur, gestir, vinnuhjú eru farin sömu leið og jressi sak- lausa fórn, sem átti sér ekki mikils að vænta af heiminum, fremur en heimurinn af þessum litla dreng. Hefði hann náð liáum aldri, mundi hann kannske jafnvel hafa markað ógreini- legri spor, en hann gerði með þessum sviplega aldurtila, er síðar meir, þegar fór að fyrnast yfir þennan ömurlega atburð, varð að gómsætu umræðuefni og endurminningadjásni, eins og öll ógæfa og eymd verður að lokum, áður en í gleymsku fellur. Þetta kvöld vörpuðu ljósin fölri birtu út frá öllum glugg* um á stofuhúsinu; en bjarminn frá þeirn náði varla að þrengja sér út í fjarlægasta hornið á óþrifalegum húsagarðinum 1 gegnum þoku og súldað septemberloftið, sem hvíldi einnig sem mara yfir dökkbrýndum, nýplægðum ökrum. Inni í eld- húsinu var loftið mettað af reyk og gufu, en konur á harða- hlaupum með potta og kirnur, nærri skynlausar af önnum og ótta. Húsmóðirin skundaði fram og aftur um þetta langa hús í svörtum brakandi silkikjól með ermarnar brettar upp um gilda handleggina. Stóll hennar uppi við kvennaborðið var oftast auður, og með brúna feiti eða rautt ávaxtamauk á fingrunum hamaðist hún án afláts frá einu í annað, rekin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.