Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1959, Page 100

Eimreiðin - 01.07.1959, Page 100
242 EIMREIÐIN um öldum. Þótt báðir — þó sérstaklega Hándel — hafi sótt hugmyndir til Ítalíu, eru þeir helztir fulltrúar enskrar tón- listar. Einnig er það greinilegt unr hinn síðarnefnda, að hann hefur að nokkru leyti mótazt af enskri arfleifð, sérstak- lega í kirkjutónlist sinni (Sbr. Orlands Gibbons). — Sagt hefur verið, að Hándel hafi drepið enska tónlist og sett í stað hennar „hándelsk óratórí“. Eitthvað getur verið satt í því. Einnig er sagt, að sál hins myrta taki sér bústað í morðingjanum, og mun það sannast hér. Hándel var fyrst og fremst brezkt tónskáld og þá frekar ítalskt en þýzkt, ef út í það væri farið. Tvö íslenzk tónskáld áttu sextugsafmæli á þessu ári, og skulu fáein orð fylgja myndum þeirra liér. Jón Leifs er fæddur í Sólheimum í Skagafirði E maí 1899. Faðir hans var Þorleifur Jónsson, síðar póstmeistari í Reykja- vík, og kona hans, Ragnheiður Bjarnadóttir. Jón nam fiðlu- og píanóleik itér heima, en fór til Leipzig árið 1921 og var þar við Konservatoríið til ársins 1922. Síðan ferðaðist hann víða um í álfunni og stjórnaði sem gestur ýmsurn hljónt- sveitum. M. a. kom hann með Hamborgar Philharmoniu- hljómsveitina hingað til Reykjavíkur árið 1926 og stjórnaði tónleikum hennar hér. Árin 1934—1937 var hann tónlistar- stjóri ríkisútvarpsins í Reykjavík. Hann stofnaði „Bandalag ísl. listamanna“, „Tónskáldafélag íslands" og „Stef“ og hefur verið formaður þessara félaga. Hann er einn hinn mesti bar- áttumaður fyrir hagsmunum og réttindum listamanna í land- inu. — Jón Leifs er að líkindum afkastamesta tónskáld, íslenzkt. Flestar tónsmíðar hans eru í handriti og hafa fæstar heyrzt hér og fjöldi þeirra aldrei verið fluttur. Nefna má óratóríið „Eddu“, Sögusymfóníuna", 2 strok- kvartetta, „ísland — kantötu", konsert fyrir orgel og hljóm- sveit, kórlög, einsöngslög og píanólög. Jón hefur unnið merkilegt brautryðjandastarf að félags- málum listamanna, en þýðingarmest er þó starf hans við söfu- un ísl. þjóðlaga. Hann varð fyrstur íslenzkra manna til þeSS að koma auga á sérkenni þeirra og gildi. Þjóðlögin, ásamt eig-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.