Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 5

Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 5
bókmenntirnar og þjóðfélagið 69 eða lesendur sagnanna gengu að því vísu, að sögumennirnir, karl- ar og konur, hefðu raunverulega lifað og starfað í þessu landi og atburðirnir og samtölin væru sannleikanum samkvæm. Það jók og fólkinu metnað og manndóm að vita sig vera komið af drenglynd- um görpum og skörungskonum, þótt ekki gæti það rakið til þeirra ættir sínar. Því ber ekki að neita, að flest af fólkinu hafði mikið dálæti á afreksmönnum til víga, en þó yfirleitt alls ekki, nema vígfimi þeirra fylgdi óskoraður drengskapur, víg þeirra væru ekki unnin að ósekju eða til fjár eða gengið á gerðar sættir. Minnist ég þess til dæmis, að það varpaði skugga á Gunnar á Hlíðarenda, að hann fór ekki utan, þá er hann hafði verið dæmdur útlægur, þó að hins vegar yrð,u eftirminnileg orðin: Fögur er hlíðin . . . Menn mundu að minnsta kosti engu síður orð Kolskeggs: „Hvorki skal ég á þessu níðast og á engu öðru, því er mér er til trúað, og mun sá einn hlutur svo vera, að skilja mun með okkur.“ Sérstakt eftirlæti hafði fólkið á útlögunum Gísla Súrssyni og Gretti, enda var sem það fyndi í örlögum þeirra nokkra hliðstæðu við sköp sjálfrar þjóðarinnar, sem ekki hafði fengið að njóta sín sakir erlendra yfirráða og arðráns. En víst er um það, að þá er fullorðna fólkið skírskotaði til sagnanna í viðtali við þá, sem ungir voru, var þeim ávallt fyrst og fremst bent á það, sem vitnaði um drengskap og manndóm. Ég minnist þess, að mjög var á orði höfð' frásögn Landánmabókar af viðskiptum þeirra, höfðingjans Geirmundar heljarskinns og þrælsins Atla. Svo sem menn muna, var Atli bú- stjóri Geirmundur í Fljóti á Hornströndum, og tók hann til vetur- setu heila skipshöfn strandmanna, hélt þá vel um veturinn og lét ekki koma fé fyrir „En er Atli fann Geirmund, spurði Geirmund- ot, hví hann var svo djarfur að taka slíka menn upp á kost hans. Atli svaraði: „Því að það mun uppi, meðan ísland er byggt, hversu ntikils háttar sá maður mundi vera, að einn þræll þorði að gera slíkt utan hans orlofs.“ Geirmundur svarar: „Fyrir þetta tiltæki skaltu þiggja frelsi og bú þetta, er þú hefur varðveitt.“ Þá var margoft minnt á svör Ingjalds í Hergilsey við ógnunum Barkar digra, þá er Ingjaldur fékkst ekki til að segja til Gísla Súrssonar. Það hygg ég flestir hafi kunnað orðrétt: ,,Ég hef vond klæði, og hryggir mig ekki, þó að ég slíti þeim eigi gerr. Og fyrr mun ég láta lífið en ég geri eigi Gísla það gott, sem ég má, og firra hann vandræðum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.