Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 39
ISLENZKUR SMÁRI
103
þú skalt ekkert eyðileggja fyrir
öðrum.
Skóflan gengur liratt og skóflan
gengur hægt, þegar hún skefur
steininn, sem óðum kemur í
ljós. Ómurinn frá húsi höfðingj-
ans dofnar og skugga bregður á
moldvörpuna. Höfðinginn
stendur í svaladyrunum með
glas í hendinni og horfir á
stjörnubjartan himininn, svo
kemur hann slagandi fram að
svalahandriðinu og lítur niður.
— Hei, hver er þar? kallar
hann til moldvörpunnar. — Inn-
brotsþjófur? Hann ltlær og glas-
ið slæst við handriðið. Mold-
varpan grefur áfram og lítur
ekki upp. . . . F.rtu mállaus,
mannskratti? . . . Ha? . . . Ekk-
ert svar. Höfðinginn gengur að
svaladyrunum og kallar inn. —
Komið og sjáið . . . Hei, komið
segi ég . . . Ég hef fundið inn-
brotsþjóf. Hann kemur aftur
fram á svalabrúnina ogrýnir. . . .
Nokkrir koma.
— Sjáið, þetta kallar maður
framsýni. Hann er að grafa sig
inn í húsið. . . . Ha? . . . Svona
menn ætti að hafa í fyrirtækinu.
Menn, sem sjá með báðum aug-
nm fram í tírnann, en ekki þá,
sem horfa með öðru auganu of-
an í vasa minn en með hinu á
klukkuna. . . . Hei, manni! hve-
nær verðurðu kominn inn í hús-
ið mitt? . . . F.ftir viku? . . . Ha.
■ • . Svaraðu, eða ég kalla á lög-
regluna. Fólkið hlær og nú er
frúin komin út á svalirnar. Hún
tekur svipþung í handlegg
bónda síns.
—• Komdu, segir hún, hættu
þessu rausir.
Moldvarpan hefur nú grafiðj
frá steininum og reynir að ná
tökum á honum.
Hei, hrópar höfðinginn og
reynir að hrista af sér fast tak
konunnar. — Finnirðu fjársjóð,
vil ég láta þig vita að ég er eig-
andinn. . . . Hevrirðu það, karl
minn? . . . Ég gæti sjálfur fjár-
sjóða minna. Höfðinginn ryður
sér braut í þvögunni á svölun-
um, en þar var orðin þröng.
Hann stefnir á dyrnar og fólkið
víkur úr vegi.
Moldvörpunni hafði tekist að(
lyfta steininum upp á bakkann,
er með skófluna í hendinni og
ætlar að fara moka í lioluna.
Höfðinginn kemur slagandi út á
lóðina, þrífur í öxl hans og snýr
honum við. Þeir horfast í augu.
— A-ha. Það ert þú, segir
höfðinginn og augun fljóta.
Hann heldur í öxl moldvörp-
unnar og ruggar. Þú komst til
að grafa upp steininn?
— Já. Moldvarpan lítur und-
an og hræðist hópinn á svölun-
um.
— Hvers vegna að grafa hann
upp? spyr höfðinginn, þorðirðu
ekki að grafa fram hjá? . . . O,
lietjan.