Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 30
94
EIMREIÐIN
lega kaup fyrir að sofa. Mold-
varpan brosir þreytulega.
Spaðinn rekst í stein. Mold-
varpan lrleypir brúnum, snýr
spaðanum og lítur á eggina, sem
hefur marist. Síðan reynir hann
að grafa frá steininum án þess
að breikka skurðinn. Hér er þó
ekki um margt að velja. Steinn-
inn er nokkru stærri en nemur
breidd skurðarins. Vonandi er
hann flatur, svo að hægt sé að
koma honum á rönd og þá þarf
ekki að: breikka skurðinn. Hlið-
arholur eru ekki áberandi, ef
brúnin er jöfn og bein.
Þegar rýmkast um steininn,
beygir moldvarpan sig og tekur
á honum báðum höndum.
Steinninn hreyfist ekki. Kannski
var þetta klöpp. Fjandans ólán,
þá yrði að sprengja. Moldvörp-
una hryllir við, bítur á vör og
hugsar. Aftur borar hann spað-
anum undir brúnina og beitir
afli. Steinninn hreyfist.
— Já, vissi ég ekki, tautar
moldvarpan og bros læðist yfir
togið andlitið. — Þú kemur. . . .
Þér skal ekki takast að eyðileggja
skurðinn minn . . . Vertu viss.
. . . Gamla moldvarpan kann á
ykkur lagið. Sjálfur gat hann
ávarpað sig moldvörpu án þess
að finna til heiftar. Nú grefur
hann holu undir annan enda
steinsins og inn að miðju, síðan
ofan af hinum endanum. Þá
sækir hann járnkarl.
— Þarna karlinn, hvað get-
urðu nú? og moldvarpan rekur
járnkarlinn undir miðju steins-
ins. — Þegar þú ert kominn á
rönd, skaltu svei mér vara Jrig.
Steinninn vaggar og hallast.
— Þú heldur kannski að þyngd-
in dugi þér, en þá skaltu vita,
að þrátt fyrir elli og hrörnun,
hef ég sigrað breiðari bóga en
þig. — Satt er það, að sennilega
get ég ekki lyft þér upp úr þess-
um þrönga skurði, en varaðu
þig, ég á ráð. . . . Viltu kannski
vita þau? . . . Segum, að ég geri
það, þá geturðu gert þitt bezta
og við stöndum jafnt að vígi. Þú
ert tröll, en ég er vitur. Segðu
bara, að tröllin séu óheimsk, en
þá segi ég: Væru tröllin bæði
sterk og vitur, græfi ég ekki
fyrir síma. En nú segi ég þér,
hvað ég ætla að gera og hlustaðu
vel. Þegar þú ert kominn á hlið-
ina, karlinn minn, þá gref ég
skurðinn áfram og læt botninn
smátt og smátt hækka þar til
liann nær upp á yfirborð jarðar.
. . . Hvernig lízt þér á? Hvor
sigrar? . . . Moldvarpan hlær
lágt og hossar steininum.
Klukkan er tíu. Höfðinginn
og frúin sitja við eldhúsborðið,
02; drekka mor^unkaffið.
— Er þessi vesalingur að grafa
fyrir símanum? spyr frúin og
h'tur út um gluggann, þar sem