Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 77
GRETTIR ÁSMUNDSSON
141
sexn að leiða þig í ógöngur
þessar með mér.
lllugi: Það met ég mest sæmd
mína að veita þér svo góða
fylgd sem ég má. En ekki virð-
ist mér svo óvænlegt um vorn
hag. Er þess að minnast að
leysa ber þig á næsta Alþingi
undan skógangs sökinni.
Grettir: Ekki mun þetta þann
veg ráðast og má enginn sköp-
um renna. En þó vil ég, að við
séum varir um oss, því ætla
mun Þorbjörn, að þetta skuli
ekki eitt saman fara. Vil ég
Glaumur, að þú gætir stigans
hvern dag, en dragir upp um
nætur.
Glaumur: Það er þó helzt til, að
nú sé mannavon eða mun
nokkrum svo mikill hugur á
að ná lífi þínu að þeir vilji til
vinna að drepa sig, því nú er
veður langt um ófært.
Grettir: Ekki skaltu þar um véla
að hlýða skipun minni, ella
sæta afarkostum.
Glaumur: Lokið ætla ég nú garp-
skap þínum hinum mesta, er
þér þykir sem allt muni ykkur
að bana verða.
Grettir: Þú munt þig ver bera en
hver okkar til hvers sem taka
þarf, en geyma skaltu stigans
vandlega eins og ég hef fyrir
mælt, ef þú vilt lífi halda.
(Grettir og Illugi fara inn í
skálann.)
Glaumur: (Við sjálfan sig.) Und-
arlega er þeim nú farið frænd-
um, einkum Gretti. Er sem
falla muni fjör úr þeim þótt
ekkert beri til. Hirði égaldrei,
þótt hann yrði svo illa haldinn
af sári sínu, sem hann spáir og
ekki hirði ég stigann upp að
draga í slíku veðri sem þessu.
Tjaldið.
Annað atriði. (Glaumur sefur
fjarst sviðinu. Þorbjörn öngull
og menn hans koma inn.)
Þorbjörn: (Stjakar við Glaumi.)
Vakna Jdú mannfýla. Er sá
sannarlega ekki vel staddur,
sem á líf sitt undir þínum
trúnaði, þar sem þú sefur hér
og svíkst um að gæta stigans.
Glaumur: Nú látið þið sem oft-
ar, er sem ykkur þyki ofmikið
minn hlut, þótt ég liggi hér í
kuldanum.
Þorbjörn: Ertu svo vitlaus, að þú
skynjir eigi, að óvinir ykkar
eru hér komnir og munu
drepa ykkur.
Glaumur: (Æpir.) Æ, æ, hjálp,
hjálp.
Þorbjörn: Ger annað hvort að
þegja eða ég drep þig þegar í
stað. Eru þeir í skála bræður,
eða hví eru þeir eigi hér á
ferli?
Glaumur: Eigi ber gott til þess.