Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 51
ALDARMINNING
115
stórveldi; en æskan leggur veröld-
ina undir sig með trú sinni, ekki
mannfjölda, og hver veit nema
þessir menn vinni heiminn? Yf-
ir hverju nýfæddu barni svífur
óljós tilfinning þess, að það eigi
mikla og dularfulla framtíð fyrir
höndum; þeirrar tilfinningar
verða menn hér varir í auknum
mæli. Óneitanlega hefur nokkuð
fyrir oss borið: Við leggjum af
stað til þess að koma að sögu-
legri gröf — og rekum okkur þess
í stað á þjóðarvöggu."
A aldarafmæli Martins And-
ersen Nexö hefur hans verið
minnst á margvíslegan og virðu-
legan hátt. Forlaget Tiden gaf út
tveggja binda verk til minning-
ar um hann, Gyldendals forlag
hefur nýlega gefið Ditte Menn-
eskebarn út í 10. útgáfu. Hefur
sú skáldsaga komið út í 67 ]oús-
und eintökum á dönsku, en auk
þess verið þýdd á fjölmörg önn-
ur tungumál, eins og margar aðr-
ar bækur skáldsins. í danskri
bókmenntasögu er sagt frá því,
að undanteknu ævintýraskáld-
inu H. C. Andersen hafi ekkert
danskt skáld verið. þýtt á fleiri
tungumál en Andersen Nexö.
Martin Andersen Nexö lézt í
Dresden 1. júní 1954, tæplega 85
ára að aldri, en var jarðsettur í
Kaupmannahöfn.
Á seinustu síðum endurminn-
inga sinna hugleiðir Nexö verk
sín sem skálds.
— Það, sem ég er, segir hann,
— hef ég ekki orðið vegna ein-
hverra sérstakra hæfileika, held-
ur einmitt fyrir lífsreynslu mína
markaða skorti og baráttu, gleði
og vonbrigðum, sem ég hef mátt
deila við aðra menn. Mikilvægan
lilut að þessu máli átti heilsu-
leysi mitt — og einstaklingarnir,
sem gagntóku huga minn rétt-
sýni sinni eins og bóndinn Hans
Dahl. Og aðrir kölluðu mig
sunnudagsbarn til sigurs fætt,
einmitt þegar dapurlegast horfði
fyrir mér. Áhrif sumra manna
eru þess eðlis, að þau móta oss
ævilangt. Iængst mun þó endast
varmi sannmannlegs hjartaþels.
Og í því efni minnist ég þakkláts
hugar — næst móður minni —
hinnar óvenjulegu ágætiskonu
frú Molbech.
Sjálfum finnst mér þessi leið,
þótt hlykkjótt hafi verið, stefna
frarn til þess, sem mest er um
vert allra hluta: friðsamlegs,
heiðarlega starfandi mannfélags.
Ég tel mig hafa hlotið margar
fasrar osr husistæðar sannanir
o o o
þess, að þetta sé einmitt rétta
leiðin.
Á skáldinu hvílir þung ábyrgð,
gagnvart mannkyninu, — þyngri
ábyrgð en lögð sé á nokkurn
annan einstakling.