Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 22
86
EIMREIÐIN
land farsældar frón, sem ein-
mitt var vinsælt tvísöngslag.
Góðar lýsingar á því hvernig
tvísöngur fór fram vantar því
miður frá fyrri öldurn, en séra
Bjarni Þorsteinsson lýsir því í ís-
lenzkum þjóðlögum. Nú orðið
rná heita að tvísöngur sé liðinn
undir lok, en þó eru nokkrir sem
muna þennan gamla söng, eink-
um í Húnavatnssýslu og Skaga-
firði. Ég hef reynt að safna lýs-
ingum þeirra á söngnum og koma
þær heim við frásagnir Bjarna
Þorsteinssonar. Þessir gömlu
menn sögðu, að eingöngu karl-
menn hefðu sungið tvísöng og
þeir hefðu fyrst og fremst sungið
veraldleg kvæði. Tvísöngurinn
liafi einkum verið iðkaður í gleð-
skap þegar menn voru kátir og
oft eitthvað hreifir af víni. Hins
vegar kemur það fram í bók
Bjarna, að fram eftir 19. öld-
inni var tvísöngur stundum við-
hafður í kirkjum við guðsjDjón-
ustur. Tvísöngur var einnig iðk-
aður af skólapiltum í Bessastaða-
skóla. Það kemur glöggt fram af
skrifum margra þeirra manna er
stunduðu nám þar í skólanum.
Má þar nefna til Pál Melsted;
hann segir að tvísöngur hafi ver-
ið sunginn þar daglega. Einnig
eru til heimildir, sem sýna að tví-
söngur var iðkaður í Skálholts-
skóla á 17. öld, og sitthvað fleira
bendir til þess að skólarnir hafi
átt sinn þátt í varðveizlu hans.
Það er óneitanlega heillandi
verkefni að rannsaka íslenzka
tvísönginn og sögu hans, en núna
liggur þó meira á því að afla
heimilda um þjóðlögin okkar.“
Vér þökkurn frú Helgu Jó-
hannsdóttur samtalið og þann
fróðleik, sem hún hefur látið í
té um íslenzku Jrjóðlögin. Eins
og áður getur vinnur hún á veg-
um tónlistardeildar Ríkisútvarps-
ins að söfnun þjóðlaga og úr-
vinnslu þess efnis, sem tiltækt er,
og mun öðru hvoru flytja í út-
varpið þjóðlagajiætti, þar sem
hún bregður upp dæmum um
Jiað, hvernig Jij óðlögin voru
sungin — og eru raunar sungin
enn í dag af Jreim, sem Jrað
kunna. I. K.