Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 36
100
EIMREIÐIN
ervi falskir og smjúga um húsið
eins og sárar stungur.
— Hvert fór Stína?
— Á sveitaball.
— Vonandi kemur ekkert fyr-
ir.
— Ætli það. . . . Stína spjarar
sig.
— Það gera fleiri.
— Jæja, við fáum þá barn til
þess að hafa í ellinni. . . . Væri
það voðalegt?
— Ég var að hugsa um Stínu.
— Hún er nógu gömul. . . . Ég
spjaraði mig á hennar aldri.
— Þú hefðir getað náð í eitt-
hvað skárra. Moldvarpan þrýstir
hönd konu sinnar, en hún doss-
ar.
Úti fyrir flautar bíll og ann-
ar tekur undir. Þau þegja og
hlusta.
— Ég fékk aðstoðarmann við,
skurðgröftinn, segir moldvarpan
og hlær lágt.
— Nú? segir hún forvitin.
Hann talar um höfðingjann
og þau hlægja hátt. Húsið fær
nýjan tón.
Svo kemur hvíldin.
Um nóttina losar moldvarpan
svefninn og dettur höfðinginn í
hug. Það setur að honum hlátur.
Konan vaknar og ýtir við hon-
um.
— Hvað er að þér? spyr hún
og er hálf úrill yfir því að vera
vakin.
— Hann nennti ekki að taka
stein . . . inn, ha . . .nn, ha, ha,
ha.
— Farðu að sofa, segir hún.
. . . Hættu þessum hlátri. . . .
Þeir koma sökinni á þig, ef
strengurinn slitnar, eða ef þetta
vitnast. . . . Vertu viss. Svo snýr
hún sér til veggjar og kúrir.
Kaldur sviti sprettur fram í
lófum moldvörpunnar og hlátur
hans er þagnaður.
Hjá höfðingjanum er veizla.
Við húsið standa gljáandi bílar,
en inni hefur fólkið lokið kvöld-
verði og þjónarnir sjá um fram-
haldið. Þeir tipla á penpíufót-
um með bakka í höndum, lúta
og bjóða.
Fólkið hreiðrar um sig í þessu
undarlega framúrstefnuhúsi.
Enginn veit með vissu hvað er
stofa, hvað er gangur og livað er
svefnherbergi. Sífellt er verið að
ganga upp eða ofan tröppur í
sömu vistarveru, og á hverjum
palli eru hálfir veggir og bros-
andi fólk, líka rneðan það drekk-
ur. Á efstu hæð situr frúin og
ræðir við konu skrifstofumanns-
ins. Höfðinginn hafði hringt í
þau, eftir skurðgröftinn. Frúin
er þreytt og vill komast til ann-
arra gesta, en kona skrifstofu-
mannsinst talar og talar, gýtur
augum til fólksins, sem sést milli
hálfu veggjanna og af og til
h'tur til þeirra. Þær voru víst
vinkonur?