Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 7

Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 7
bókmenntirnar og þjóðfélagið 71 kreppti harðar en nokkru sinni áður, hlotið hugsvölun þeirrar guð- legu snilli og andagiftar harmkvælaklerksins, er veitti henni styrk til að horfast í augu við þann slynga sláttumann, sem sló í múga ár eftir ár á velli íslenzks mannlífs, — og segja við hann af öruggri vissu og heitu hjarta: „Kom þú sœll, þegar þú vilt.“ Svo erum við þá komin að því tímabili sögunnar, sem kallað hefur verið íslenzk endurreisn. Þar ber okkur að hyggja jafnt að tvennu: Við vitum, að án hinna fornu bókmennta okkar hefði Eggert Ólafsson aldrei reynzt sá strangþjóðlegi bjartsýnismaður á gæðj landsins og framtíð þjóðarinnar og hann var — og Jón á Bægisá aldrei glímt við Paradísarmissi Miltons eða Messíasarkvæði Klop- stocks, — og þó að hann hefði gert það, hefði hann ekki fundið það form og málfar, sem fengi orkað því, að þessar risakvið'ur enskra og þýzkra bókmennta mættu verða gæddar í sínum íslenzka búningi þeim anda og yndisleik, sem fengi tendrað það skærasta ljós, sem kviknað hefur á kveik íslenzkrar tungu. Svipuðu máli gegnir um alla þá undursamlega fríðu og fræknu fylkingu, sem fram kom í íslenzku þjóðlífi, þar sem skáldin léku göngulag sóknarinnar, slógu þá strengi, er hrærðu þjóðarhjartað. Hið annað, sem að ber að; hyggja og ekki má gleymast er sú óhagganlega staðreynd, að hvorki hinn bjarti og styrki rómur Jóns Sigurðssonar né hreimar skáldhörpunnar hefðu verið heyrðir, ef þjóðin — alþýðan — hefði ekki verið slík sem hún var. Þjóðsögur Jóns Árnasonar eru ekki sízt dýrgripur fyrir þær sakir, að þær gefa okkur glögga hugmynd um tungutak fjölmargra alþýðumanna um Hnd allt — og um frásagnargáfu þeirra og frásagnarleikni, og hinn mikli sægur lausavísna, þula, kvæða og kvæðabrota, sem flaug landshornanna á milli, talar sínu máli. Þegar rödd foringj- anna eða hörpuómur skáldanna kvað við í fjarska, leit hann upp °g hlustaði gegnum bárugjálfur eða brimgný, útskagabóndinn, sem löngum sat og keipaði í kænu sinni, og hinn lotni heiðarbúi með °rf, torfljá, pál eða heykrók í hendi lagði eyrun við, lyfti augn- frár höfði eins og hungraður hestur, sem finnur gróð.urilm leggja fyrir vit sér. Svo vakandi voru bæði konur og karlar í víkum norð- ur á Hornstöndum og austu í Jökuldal og Axarfjarðarheiði, að þau í tötrum sínum hlustuðu eftir dyninum frá frelsisunnandi, en fjötruðum þjóðum víðsvegar um heim og lögðu fæð á „hundingj- ann, sem búann bítur . . .“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.