Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 31
ÍSLENZKUR SMÁRI
95
moldvarpan er að hossa steinin-
um.
— Já, svarar höfðinginn þurr-
lega. Hann er með höfuðverk,
klemmir saman augun og sötrar
svart kaffið.
— Þetta gengur ekkert.
— Það kemur.
— Kemur! . . . Símanum var
lofað á morgun. . . . Þú manst
líklega eftir símtalinu frá New
York?
- Já-
Svo senda þeir vesaling, sem
hossar sér hálfan daginn á járn-
karli eins og barn og heimtar
fyrir það helgidagakaup. Ég er
orðin þreytt á iðjuleysingjum
þess opinbera.
— Þú ert reið, segir höfðing-
inn. Er þér í nöp við manngarm-
inn?
— Nei, en mér finnst, að þeg-
ar vinna á verk, þá geri það ekki
meira og minna geggjaðir vesa-
lingar.
— Aha . . . Er þessi geggjaður?
Höfðinginn neyðir sig til að
opna augun.
— Já, gæti það ekki verið?
• . . Ég fór áðan út á svalirnar
og heyrði hann vera að tauta og
hlæja . . . Heyrðirðu það? . . .
Hlœja.
— Er það geggjun?
— Já, þegar menn eru ekki
við aðra að tala og reka upp geð-
veikisleg hlátraköst.
— Stundum hlæ ég upp úr
þurru, segir höfðinginn og lokar
augunum. Er ég þá líka geðveik-
ur?
— Hver hefur sannað hið
gagnstæða? . . . í það minnsta
gengur geðveiki næst, þegar þii
tekur svari þessa úrtínings í
þjóðfélaginu, eins og þig langi
mest til að vera einn þeirra. . . .
Já, segja mætti mér það, og frúin
starir á mann sinn.
— Huh. Höfðinginn strýkur
hendinni um augun. Þó kaffið
sé heitt og bragðsterkt, þá hefur
það engin áhrif á höfuðverk-
inn.
Skrifstofumaðurinn er kom-
inn á fætur, situr snöggklæddur
frammi í eldhúsi og les blaðið.
Konan ber morgunhressinguna
á borðið. Hann liafði komið
seint heim og hún beðið. í
fyrstu var hann fúll, en svo
höfðu þau sæzt. Fyrr á árum
hefði sú sætt getað orsakað nýj-
an einstakling, en happa og
glappa persónum fækkar þar
sem annars staðar og nú orsak-
aði þetta aðeins fyrirhöfn, hlý
orð og tár. Hversdagslegur dag-
skrárliður. Börnin eru komin á
fætur. Tvö yngstu leika sér á
gólfinu, en þrjú komin út.
— Gjörðu svo vel, elskan, hér
er kaffið.
— Takk. Hann lítur yfir blað-
ið og brosir. Hún hellir í boll-