Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 9

Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 9
bókmenntirnar og þjóðfélagið 73 Við lifum á öld tækni — ef til vill réttara að segja: hraðvaxandi tækni, — og kostum nú kapps um að komast sem næst því að verða jafnokar annarra vestrænna Evrópuþjóða í þeim efnum. Við leggjum þegar mikið fé í menntun þeirra manna, sem eiga að; verða forystumenn í efnahagslegri og tæknilegri sókn okkar til jafns við þjóðir, sem hófu sína tæknilegu sókn fyrir heilli öld, meðan allt var hér í sömu skorðum og í árdaga hins íslenzka þjóðfélags — eða raunar lakari, þar eð landið hafði verið rán- yrkjað og eldur úr iðrum þess spillt því. Einhver hinn helzti stjórn- málalegur forystumaður okkar um framkvæmdir, maður, sem lét þar standa hendur fram úr ermum jafnframt því, sem hann sá það í hillingum, er ýmist hefur þegar orðið að veruleika eða við keppum nú að, sagði svo í ljóði: „Að komast sem fyrst og að komast sem lengst, er kapp þess, sem langt á að fara. Vort orðtak er fram! hver sem undir það gengst mun aldregi skeiðfærið spara. Og færið er hér og óvíst er nær annan eins skeiðvöll fáum vér.“ Vissulega megum við taka okkur þessi orð í munn. Við sárþurf- um að komast sem fyrst og komast sem lengst, því víst er hún löng leiðin í þó ekki sé nema viðunandi áfangastað — og sannarlega er það óvíst, að við fáum annan eins skeiðvöll og nú blasir við okkur. Það sæti því ekki á mér, sem hef þó nokkuð um dagana komið nærri störfum til framdráttar íslenzku atvinnulífi og fengið að; sjá og reyna, hver hörmung fylgir skorti á úrræðum til úrbóta, að ger- ast í ræðu eða riti dragbítur á því mikla og óendanlega mikilvæga starfi, sem nú er hafið fyrir nýskipan íslenzks atvinnulífs og mark- aðsöflunar. En þjóðin verður þó að gjalda varhuga við að ofurselja sig tölvum, rafmagni og hveraorku. Hún verður ævinlega að eiga sér menningarlegan metnað og ávallt sækja fram með það markmið fyrir augum, að allar framkvæmdir, öll virkjun þeirra möguleika, sem landið, vötnin og sjórinn hafa upp á að bjóða stefni ekki ein- ungis að því að skapa hér svokallað velferðarþjóðfélag, þar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.