Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Page 9

Eimreiðin - 01.05.1970, Page 9
bókmenntirnar og þjóðfélagið 73 Við lifum á öld tækni — ef til vill réttara að segja: hraðvaxandi tækni, — og kostum nú kapps um að komast sem næst því að verða jafnokar annarra vestrænna Evrópuþjóða í þeim efnum. Við leggjum þegar mikið fé í menntun þeirra manna, sem eiga að; verða forystumenn í efnahagslegri og tæknilegri sókn okkar til jafns við þjóðir, sem hófu sína tæknilegu sókn fyrir heilli öld, meðan allt var hér í sömu skorðum og í árdaga hins íslenzka þjóðfélags — eða raunar lakari, þar eð landið hafði verið rán- yrkjað og eldur úr iðrum þess spillt því. Einhver hinn helzti stjórn- málalegur forystumaður okkar um framkvæmdir, maður, sem lét þar standa hendur fram úr ermum jafnframt því, sem hann sá það í hillingum, er ýmist hefur þegar orðið að veruleika eða við keppum nú að, sagði svo í ljóði: „Að komast sem fyrst og að komast sem lengst, er kapp þess, sem langt á að fara. Vort orðtak er fram! hver sem undir það gengst mun aldregi skeiðfærið spara. Og færið er hér og óvíst er nær annan eins skeiðvöll fáum vér.“ Vissulega megum við taka okkur þessi orð í munn. Við sárþurf- um að komast sem fyrst og komast sem lengst, því víst er hún löng leiðin í þó ekki sé nema viðunandi áfangastað — og sannarlega er það óvíst, að við fáum annan eins skeiðvöll og nú blasir við okkur. Það sæti því ekki á mér, sem hef þó nokkuð um dagana komið nærri störfum til framdráttar íslenzku atvinnulífi og fengið að; sjá og reyna, hver hörmung fylgir skorti á úrræðum til úrbóta, að ger- ast í ræðu eða riti dragbítur á því mikla og óendanlega mikilvæga starfi, sem nú er hafið fyrir nýskipan íslenzks atvinnulífs og mark- aðsöflunar. En þjóðin verður þó að gjalda varhuga við að ofurselja sig tölvum, rafmagni og hveraorku. Hún verður ævinlega að eiga sér menningarlegan metnað og ávallt sækja fram með það markmið fyrir augum, að allar framkvæmdir, öll virkjun þeirra möguleika, sem landið, vötnin og sjórinn hafa upp á að bjóða stefni ekki ein- ungis að því að skapa hér svokallað velferðarþjóðfélag, þar sem

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.