Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 29
ÍSLENZKUR SMÁRI
93
— Er það nema von, segir
hann ögrandi.
— Von? . . . Ha, ha, ha . . .
Von? Er það nema von að þú
drekkir? Barnið er tveggja ára
og öskur þess yfirgnæfa hlátur
móðurinnar.
— Já hér er aldrei friður, seg-
ir hann og setur glasið harka-
lega á borðið.
— Hver hefur skapað ófrið-
inn, segir hún reið . . . Hver?
— Þú, segir hann og stendur
ógnandi á fætur.
— Ég? . . . Þessi var góður . . .
Hún hlær geðveikislegum hlátri
og reynir að hafa hemil á barn-
inu, sem spai'kar og berst um.
— Hver drekkur sig fullan í
vikulokin? . . . Hver eyðir pen-
ingum heimilisins í kvenfólk og
skemmtanir? . . . Hver rífst og
skammast út af matnum, fötun-
um og leku þúsþakinu? . . .
Hver seldi borginni bezta hlut-
ann af landinu fyrir nokkrar
krónur, en hefði getað grætt
milljónir? . . . Hver vinnur á
skrifstofu undir annarra stjórn,
er illa liðinn og bíður þess eins,
að verða sparkað? . . . Hver sví-
virti unga stúlku fyrir tíu árum
og revnir að kenna henni allar
ófarir sínar? . . . Konan var orð-
in eldrauð og hendur hennar á
barninu titruðu.
— Þegiðu, segir hann og aug-
un skjóta gneistum. Ef ]dú ekki
þegir þá lem ég þig.
— Já, lemdu mig bara, segir
hún. Gerðu það, þá get ég loks-
ins haft eitthvað í höndunum á
þig, sem barnaverndarnefnd og
lögregla taka gilt. Því það er
ekki nóg að vita allan ósómann,
heldur verður að sanna . . .
Sanna, að þú ert skepna. Svo
brestur hún í grát og fálmar með
hendinni eftir dyrunum. Maður-
inn er úrræðalaus, en seilist þó
í glasið. Nokkrum mínútum síð-
ar slagar hann niður götuna.
Lauoardagsmorouninn er fag-
ur og bjartur. Norðan gráð er
á flóanum og á Stjörnuhæð sof-
ið. Moldvarpan er þó kominn á
kreik þar uppi og grefur af
kappi. Skurðurinn er beinn og
liggur þvert yfir lóð höfðingjans
og þaðan yfir gangstíginn í átt
að næsta húsi. Þar endar merk-
ingin.
Moldvarpan hægir á sér við
gröftinn, beygir sig og sigtar
skurðbakkann, sem er beinn og
fægður með stunguspaða. Botn-
inn er sléttur, því að einnig
hann er fægður.
Moldvarpan lítur með vel-
þóknun á verk sitt. Ef þessu
heldur áfram verður hann bú-
inn skömmu eftir hádegi. Spað-
inn gengur hratt og nákvæmt.
Moldin hrúgast á bakkann.
Verkstjórinn var syfjaður í
morgun, þegar hann mældi fyrir
skurðinum. Nú fékk hann lík-