Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 29

Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 29
ÍSLENZKUR SMÁRI 93 — Er það nema von, segir hann ögrandi. — Von? . . . Ha, ha, ha . . . Von? Er það nema von að þú drekkir? Barnið er tveggja ára og öskur þess yfirgnæfa hlátur móðurinnar. — Já hér er aldrei friður, seg- ir hann og setur glasið harka- lega á borðið. — Hver hefur skapað ófrið- inn, segir hún reið . . . Hver? — Þú, segir hann og stendur ógnandi á fætur. — Ég? . . . Þessi var góður . . . Hún hlær geðveikislegum hlátri og reynir að hafa hemil á barn- inu, sem spai'kar og berst um. — Hver drekkur sig fullan í vikulokin? . . . Hver eyðir pen- ingum heimilisins í kvenfólk og skemmtanir? . . . Hver rífst og skammast út af matnum, fötun- um og leku þúsþakinu? . . . Hver seldi borginni bezta hlut- ann af landinu fyrir nokkrar krónur, en hefði getað grætt milljónir? . . . Hver vinnur á skrifstofu undir annarra stjórn, er illa liðinn og bíður þess eins, að verða sparkað? . . . Hver sví- virti unga stúlku fyrir tíu árum og revnir að kenna henni allar ófarir sínar? . . . Konan var orð- in eldrauð og hendur hennar á barninu titruðu. — Þegiðu, segir hann og aug- un skjóta gneistum. Ef ]dú ekki þegir þá lem ég þig. — Já, lemdu mig bara, segir hún. Gerðu það, þá get ég loks- ins haft eitthvað í höndunum á þig, sem barnaverndarnefnd og lögregla taka gilt. Því það er ekki nóg að vita allan ósómann, heldur verður að sanna . . . Sanna, að þú ert skepna. Svo brestur hún í grát og fálmar með hendinni eftir dyrunum. Maður- inn er úrræðalaus, en seilist þó í glasið. Nokkrum mínútum síð- ar slagar hann niður götuna. Lauoardagsmorouninn er fag- ur og bjartur. Norðan gráð er á flóanum og á Stjörnuhæð sof- ið. Moldvarpan er þó kominn á kreik þar uppi og grefur af kappi. Skurðurinn er beinn og liggur þvert yfir lóð höfðingjans og þaðan yfir gangstíginn í átt að næsta húsi. Þar endar merk- ingin. Moldvarpan hægir á sér við gröftinn, beygir sig og sigtar skurðbakkann, sem er beinn og fægður með stunguspaða. Botn- inn er sléttur, því að einnig hann er fægður. Moldvarpan lítur með vel- þóknun á verk sitt. Ef þessu heldur áfram verður hann bú- inn skömmu eftir hádegi. Spað- inn gengur hratt og nákvæmt. Moldin hrúgast á bakkann. Verkstjórinn var syfjaður í morgun, þegar hann mældi fyrir skurðinum. Nú fékk hann lík-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.