Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 16
Þjófilagaspjal!
Viðtal við
Helgu Jóhannsdóttur
Helga Jóhannsdóttir
íslenzk þjóðlög virðast eiga
vaxandi gengi og vinsældum að
fagna og þau eru orðin vel met-
in, bæði rneðal tónlistarfólks og
almennings. Þetta hefur mikið
breytzt frá þeim dögum, er séra
Bjarni Þorsteinsson vann að
þjóðlagasöfnun sinni, en þá voru
þjóðlögin ekki meira metin en
svo, að honum tókst ekki að fá
til þess stuðning hér á landi að
gefa þjóðlagasafn sitt út. Stuðn-
ing til þess hlaut hann ekki fyrr
en Carlsbergssjóðurinn í Kaup-
mannahöfn hljóp undir bagga og
kostaði útgáfuna. í því tilfelli
varð danski bjórinn íslending-
um tvímælalaust gagnlegur.
En afrek séra Bjarna Þorsteins-
sonar er nú fyrir löngu viður-
kennt, og allir vita, að hann
hefur bjargað frá glötun og
gleymsku miklum fjölda þjóð-
laga. Eftir hans daga hafa þó
margir lagt hönd á plóginn við
söfnun þjóðlaga, enda virðast
þjóðlögin furðu lífseig meðal al-
mennings í landinu. Með hverju
árinu sem líður fækkar þeim þó,
sem kveðið geta rímur og kunna
gömul lög. Þess vegna eru þeir,
senr vinna að þjóðlagasöfnun sí-
fellt í kapphlaupi við tímann og
reyna að bjarga svo miklu sem
bjargað verður, áður en sú kyn-
slóð, senr enn getur sungið þessi
lög, hverfur af sjónarsviðinu.
Meðal þeirra sem nú vinna að