Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 71
GRETTIR ÁSMUNDSSON
135
líkan garp að láta fanga þig
sem melrakka í greni og fer
svo jafnan óeirðarmönnum.
Grettir: Ekki er að fást um orð-
inn hlut, en ógjarnan vil ég
ganga í hendur óvinum mín-
um, og vil ég að þú takir við
mér nokkra hríð.
Vermundur: Þess er von, að þú
viljir gjarnan varast óvini
þína, og rnikil mun verða æfi
þín og erfið. En ekki nenni ég
að halda þig og hafa fyrir
þykkju margra ríkra manna.
Grettir: Ekki skal lengi lítils
biðja, en þó vil ég þyggja af
þér heilræði nokkurt.
Vermundur: Þú munt um sinn
leita á fund frænda þinna, en
það uggir mig að fáir muni
vilja við þér taka, ef öðru
mega við koma, og mun því
brátt um þrotna fyrir þér.
Skaltu þá stilla svo til, að þú
komizt út á klettasker það í
Skagafirði, er Drangey heitir.
Er þar vígi öruggt og gott til
fanga.
Grettir: Hyggja mun ég víst að
þessu ráði, en þó mun ég jafn-
an rneira meta lífgjöf Þor-
bjargar en höfðingsskap þinn.
Kveður: Mynda ek sjálfur — í
snöru engda — lielzt til brátt-
höfði stinga, — ef Þorbjörg —
þessu skáldi, — hún er allsnot-
ur — eigi byrgi
Tjaldið.
IX. ÞÁTTUR
Á Hegranesþingi. Hjalti á Hofi,
Þorbjörn öngull og Halldór mág-
ur þeirra sitja á ráðstefnu.
Halldór: Kominn er vargur mik-
ill í Drangey, þar sem er Grett-
ir Ásmundarson og Illugi
bróðir hans. Hef ég haft orð
af þeim og boðið kosti góða,
ef þeir gæfu upp eyna, en því
hefir Grettir með öllu neitað.
Þorbjörn öngull: Meiri vinur
mun sá hafa verið Grettis en
vor, er flutti þá út þangað og
væri vert maklegs endurgjalds.
Eða vita menn hver hefir leik-
íð oss svo grálega?
Hjalti: Ekki vita menn það
gjörla. Þó ætla ég líklegastan
Þorvald á Reykjum. Er tjáð,
að þar hafi komið tveir menn
í haust síðla mjög. Voru þeir
hinir garplegustu og þó ann-
ar miklu meiri. Hafði hann
hött sinn á öxl og var þó veður
hart mjög. Er sagt, að Grettir
sé það ókulvísari en aðrir
menn, að þannig gangi hann
jafnan.
Halldór: Ólíklegt er að Þorvald-
ur hafi gert slíkan ófarnað, en
þó hefir einhver til orðið, og
er þess vert að kannað sé. Hitt
er þó rneira að fá afráðið vá-