Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 46

Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 46
110 EI M R EIÐIN greinar frá honum og ferðasög- ur. Hann hafði byrjað að skrifa á Askovárunum og birt sögur og ljóð á víð og dreif í blöðum. En frumverk hans, Skuggar, komu út 1898 og síðan Frank-fjölskyld- an 1901. í þessum fyrstu verkum hans, eins og í æskuverkum Jó- hannesar V. Jensen, sést greini- lega, að efnið og meðferð þess, er undir áhrifum 19. aldarinnar, þó að bækur þessar séu í megindrátt- um raunsæjar lýsingar á lífi al- þýðufólks. I tveimur öðrurn skáldsögum, sem hann sendi frá sér um aldamótin skrifar hann í svipuðum anda, en lýsir því jafn- framt, hversu líf manna er háð tilviljunum. Það er ekki fyrr en upp úr aldamótum sem hann losnar undan áhrifum og efnismeðferð hinnar fyrri aldar. Eftir Suðurlandaförina gefur hann út ferðabókina Sóldaga. Það er árið 1903. Þar brýzt út á ný trú á lífið og framtíðina. Þessi bók gerist að mestu á Spáni. Við það að, kynnast spönskum verkamönnum og lífi alþýðunn- ar þar, aðstöðu og aðbúð fólksin, komst hann að raun um að alls- staðar, — í öllum löndum, er fólkið svipað, — alls staðar eru menn að leita að öryggi og félags- skap, og hjá aljrýðunni er sterk lífstrú, þrátt fyrir bág kjör og erf- iðar kringumstæður, — og þessi lífstrú veitir tilgang í tilverunni. Fyrsti árangur hinnar nýju reynslu er stórverkið Pelli Ero- breren, eða Palli sigursæli, sem kom út á árunum 1906—1910. Verk þetta veitti höfundinum frægð og mikla viðurkenningu og Danmörk hafði eignast nýtt stórskáld. í fjórum bindum fylgir skáld- ið hetjunni Pelle, sem upphaf- lega er hinn almenni öreigi, en er þó fær um að sigra heiminn með sínum meðfæddu hæfileikum, liugdirfð og í samfélagi við aðra. I fólkinu eða lijá alþýðunni búa þeir möguleikar og sá máttur, sem framtíðin getur byggt á, góð- leiki, sameinað afl og draumur- inn um hamingjuna. Pelle er táknrænn fyrir verkalýðshreyf- inguna, sem sigrar einmitt vegna þessara hæfileika, og lífsferill hans er mynd af hinni sögulegu þróun. í fyrsta hluta er Pelle fátækur drengur úti í sveit, sem elst upp í gömlum hjátrúaranda og ör- lagatrú aljiýðu, sem faðir hans er fulltrúi fyrir., I öðru bindi segir frá honum sem skósmíðanema í sveitaþorpi, þar sem hann lifir meðal smá- borgara og iðnaðarmanna, sem ekki þekkja til félagslegrar sam- vinnu. Þess vegna eru allir góðir o o kraftar og draumar um nýja og betri tíma dæmdir til að fara for- görðum. En Pelle rífur sig upp úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.