Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 33
ÍSLENZKUR SMÁRI
97
urinn er vitlaus. Hann er á vit-
lausum stað.
— Er það, andvarpar mold-
varpan og lítur til verkstjórans.
Eg fór þó eftir mælingunum, er
það ekki? Verkstjórinn þegir, en
augnaráð hans er aðvarandi.
— Við færum hann og setjum
þar sent teikningin ákveður,
segir verkfræðingurinn. Hér má
hann ekki vera.
Þeir mæla nokkra metra aust-
ur með húsinu, síðan þvert yfir
lóðina og stíginn, þaðan til vest-
urs og enda þar sem strengend-
inn stendur upp úr opnum
skurðinum.
— Nú, því má hann ekki
liggja svona beinn fyrst hann
endar á sama stað? spyr mold-
varpan lágt.
— Við höfum okkar ástæður,
segir verkfræðingurinn og brýt-
ur saman teikninguna.
— Þú mokar í skurðinn og
grefur svo eins og við höfunt
sagt, segir verkstjórinn. Hann
leggur áherzlu á við. Þeir ganga
til bílsins.
— Ég verð fram á nótt, taut-
ar moldvarpan.
— Skiptir ekki ntáli, talar
verkstjórinn um öxl. Klukkan
sjö í fvrramálið konta mennirn-
ir að tengja.
— Er strengurinn nógu lang-
ur fyrir nýju mælinguna? kallar
moldvarpan.
— Já ltann er mældur eftir
teikningunni, hrópar verkstjór-
inn út um bílgluggann. Þeir aka
burt.
Moldvarpan ltorfir á eftir
þeim, svo dregur hann strenginn
úr skurðinum, en Jtegar Jtví er
lokið stendur hann og horfir á
þann dæmda, svo kippist hann
við, ryður moldinni ofan í og
beitir öllunt kröftum. Grannur
Jrjálfaður líkaminn hreyfist eins
og strokkbulla með jöfnum slög-
um, en moldin hverfur í skurð-
inn með dintmu hljóði.
Uppi á svölunum er niður-
bældur hlátur. Hökur höfðingj-
ans titra og maginn kippist ofsa-
lega. Moldvarpan skynjar aðeins
mold, svita og opinn skurð, sem
allt vill gleypa, en Jtegar hann
hægir á sér, heyrir hann lilátur
höfðingjans og lítur upp. Þeir
horfast í augu.
— Þetta eru fífl, segir höfð-
inginn og hristist allur af lilátri.
Þú stóðst þig eins og hetja.
— Ha! moldvarpan strýkur
svitann af enninu. Augun eru
döpur og skilningsvana.
— Já, |ni stóðst þig, karl
ntinn, segir höfðinginn með,
áherzlu og er hættur að hlæja.
Hann stendur á fætur. — Verk-
fræðingar og verkstjórar eru fífl.
Þú, og allir með skóflurnar eru
þeir einu, sem eitthvað vita og
skilja.
— Ha? . . . Enn skilur mold-
varpan ekkert.