Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 78

Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 78
142 EIMREIÐIN Grettir er sjúkur og kominn að bana, en Illugi situr jafnan yfir honum. Þorbjörn: Hvað er til marks um krankleika Grettis? ekki mun hann kvillasamur verið hafa til þessa. Glaumur: Hér megið þið sjá hnyðju þá, er ég heim flutti fyrir nokkru og vildi Grettir höggva til eldiviðar. Hrökk þá öxin á fót hans og skeindist hann nokkuð. Hljóp brátt verkur í og blés upp sárið og varð af drep í fætinum. Þorbjörn: (Hlær.) Satt er hið fornkveðna að langvinir rjúf- ast sízt, og svo hitt að illt er að eiga þræl fyrir einka vin. Hef- ir þú Glaumur skammarlega svikið þína lánardrottna. Ferst þér þar illa, þótt hann sé ekki góður (Fylgdarmaður Þor- bjarnar kastar lastyrðum að Glaum. Ganga þeir svo að skáladyrum og knýja á.) Illugi: (Fyrir innan.) Knýr hrút- urinn Hösmagi hurð, bróðir? Grettir: ]á og heldur fast og ó- þyrmilega. (Hurðin opnast og Illugi ver dyrnar.) Grettir: (Inni.) Hver vísaði ykk- ur hingað Þorbjörn öngull í þvílíku veðri? Þorbjörn: Kristur vísaði okkur leið til að hreinsa burt ill- virkja þá, er hér hafast við. Grettir: Ég get að heldur liafi hingað vísað hin arma kerling fóstra þín og hennar ráðum muntu mest treysta. Þorbjörn: Fyrir eitt skal nú ykk- ur koma hverju vér treystum bezt. Mun nú yfir ljúka með oss. (Við menn sína. Förum nú varlega og gæturn okkar vel, því við megum vel sigra þá, ef við höfum ráð fyrir oss. Skulu sumir rjúfa bakhlið skálans og fá þannig höggstað á þeim. (Þeir gjöra svo.) Grettir: (Inni.) Ber er hver að baki, nema bróður eigi. (Illugi hverfur úr dyrunum og hinir á eftir. Vopnabrak heyrist. Þorbjörn kemur út með Illuga bundinn og þeir allir.) Þorbjörn: Mikinn garp höfum við nú að velli lagt og auk þess hef ég hér eignazt hið bezta vopn. (Bregður saxinu fræga.) Kárr húskarl: (Hví spilltir þú svo góðum grip með því að brjóta skarð í egg þess í hinum harða haus Grettis? Þorbjörn: Það ætla ég, að með- an ég ber vopn þetta, muni margir spyrja um spjöll þessi og gefst þá tilefni til frásagna um þau tíðindi, er hér hafa gerzt. Kárr húskarl: Ekki mun þeim Hjalta bróður þínum né Hall- dóri mági þínum þykja hér prúðmannlega að unnið. En öllu hefur þú ráðið í ferð þessari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.