Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 63
AFREKSVERK
127
og svo til austurs arma báða teygði
eins og í bæn: — ó, guð, í dýrð og ljóma,
þú ert mér allt, — og heudur saman sveigði.
„Er ljósið slokknar" lét a£ vörum hljóma,
svo Ijúfri rödd, að gleymdi ég himni og jörðu
sem sjálfum mér, við undur þeirra óma.
Og raddir hinna í fjálgleik fylgja gjörðu
í fögrum lofsöng, tjáning hjartans leyna,
og augum sínum upp til hæða störðu.
Lesari, sjá nú gjör, og þú munt greina,
sem gegnum þunna blæju, auðveldlega,
sannleikann bak við söngvaljóðið hreina.
Ég sá hinn göfga her í hljóðum trega
og helgri eftirvænting fölan stara,
að loknum söng, til himins háu vega
Og engla tvo að ofan sá ég fara
með oddstýfð logasverð í styrkum mundum,
útverði tvo úr drottins dýrðarskara;
svo fagurgrænn sem laufin ung í lundum
var litblær sá, er sló á væng og klæði,
svo sem í blævi bylgist gras á grundum.
Áður var vitnað til ummæla Guðmundar í forspjalli hans unr
þýðinguna af XXX. kviðu Hreinsunareldsins, er hann þýddi fyrst
til þess að| kynna sér verkið og telnr „lausast þýdda“ þeirra kvið-
anna tólf, er birtast í bók hans. Samanburður við áðurnefnda enska
þýðingu, sem ég hefi sérstaklega haft fyrir mér, ber því vitni, að
þetta er vafalaust rétt athugað en eigi að síður er umrædd kviða
bæði fagur og airdríkur skáldskapur í íslenzka búningum, enda
heillaði hún hug minn, þegar ég las hana fyrst í þeim íslenzku
tímaritum, er fyrr getur. Og vegna þess, að hana er þar að finna,
auk þess að hún er í kviðunum tólf í bókarformi, tel ég óþarft að