Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 27
ÍSLENZKUR SMÁRI
91
veltast í áflogum á lækjarbakk-
anum. Brátt skyldi lækurinn
hverfa og lífið í þorpinu fá
menningar- og borgarsvip.
Moldvarpan er á heimleið og
röltir götuna meðfram læknum.
Sumarið hafði verið óvenju
rigningarsamt og lækurinn í
vexti. Vatnið nær upp að göngu-
pöllunum og flæðir yfir uppi-
stöður barnanna. Þar liggja bát-
ar við bryggjur og nú sigla
drengir. Þeir standa í hópum
við pallana, herma eftir mótor-
hljóði skipanna og draga bátana
milli hafna. Moldvarpan stanz-
ar, horfir á leikinn og er ungur.
— Hei, vill moldvarpan vera
með? hrópar einn drengjanna og
h'tur stríðnislega til hans. Þá
kippist hann við og röltir af
stað. Hann brennur af heift og
þrammar götuna. Þó má hann
vera hreykinn af viðurnefninu.
Hann reynir að einangra þá
hugsun og gæla við hana. Hver
grefur beinni og fallegri skurði?
. . . . Hver var fljótari og sam-
vizkusamari við verk sín? ....
Hver var snjallari í viðskiptum
við stórgrýtið? .... Hver . . . . ?
En illgresið vex og moldvarpan
þrammar og þrammar götuna
með læknum og heinr að fjöl-
býlishúsinu.
Lyftan er nýtízkuleg, en ó-
hrein. Þar eru krotuð nöfn íbúa
hússins og sunrum fylgja klúrar
skýringamyndir. Loftið er rakt
og þungt. Lyftan ískrar og stanz-
ar með rykk.
Hann mætir konunni í dyrun-
um.
— Þú ert konrinn, segir hún.
Þetta er ávarp dagsins á því
heimili.
— Já. Hann fer úr stígvélun-
um frammi við dyrnar og mold-
in hrynur á gólfið.
— Gaztu ekki verkað þig upp
úti? röddin er blæbrigðalaus.
Hún horfir á lrann og fer síðan
inn.
— Maturinn er til, kallar hún
að innan.
— Nú, segir hann og kraflar
upp mestu moldina og ber með
sér inn í vaskinn, svo réttir hann
fram launaumlsagið. Hún tekur
við því og telur. Hann lítur til
hennar á ská.
— Hér vantar tvö hundruð
krónur. Nú hefur röddin á-
herzlu.
— Maður þarf að hafa fyrir
sígarettum, segir lrann og lítur
af henni yfir borðið.
— Ekki reyki ég.
- Nei.
— Leyfir kaupið þitt munað?
— Ég vinn, tautar hann og
gýtur augunum, ég hlýt að mega
lifa.
— Fleiri en þú vinna, segir
hún og röddin er aftur flöt.
— Ég vinn helgidagsvinnu á
morgun. Hann er uppörvandi