Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 8

Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 8
72 EIMREIÐIN Það, sem hér hefur verið sagt, er ekkert geip, hvað; þá með öllu staðlausir stafir. Hlutur skálda og rithöfunda að fornu og nýju hefur verið slíkur í sögu þjóðarinnar, að án hans er vissu- lega vafasamt, hvort hún hefði lifað; af þrengingar og píslir liðinna nauðalda, og þó að hún hefði gert það, einhverjar þúsundir manna tórt dreifðir um hið mikla og veglausa land, ætti hún sér áreiðanlega ekki háþróaða þjóðtungu, í öllum grundvallaratriðum þá sömu og þeir töluðu, sem hér námu land, heldur mundi hún tala margar og allsundurleitar mállýzkur, en danska vera ritmálið og hún ein notuð í kirkjum og skólum. Þjóðin hefði og ekki átt sér samfelldar sögulegar heimildir, heldur hefði þurft að tína sam- an dreifðar og orðfáar staðreyndir upp úr skjölum danskra stjórn- arvalda, dönskum verzlunarbókum og gömulm bréfum. Hún hefði því ekki átt sér neitt ótvírætt og metnaðarvekjandi einingarafl, tímabil framfaranna komið seint og um síðir og orðið smástígt og mjög á annan veg og um flest veigaminna og að öllu ómerkara en það varð, — ef til vill engin barátta verið háð fyrir stjórnmálalegu sjálfstæði og staða íslands verið á því sviði hliðstæð því, sem hún er á landabréfinu, sem sé nokkurn veginn mitt á milli Færeyja og Grænlands. ísland hefur ekki aðeins öðlazt fullt sjálfstæði. Það er fullgildur og furðu vel virtur aðili á þingum hinna sameinuðu þjóða heims og virkur þátttakandi í ýmsum öðrum samtökum, sem stefna að heillavænlegri samvinnu og samhjálp hinna ýmsu þjóða, sem þar hafa tekið; höndum saman, og hvarvetna nýtur það velvildar og virðingar. íslendingar geta og af því státað, að eiga sér Nóbelskáld, — og fleiri skáld þeirra hafa getið sér orðstír í umheiminum. Þá hafa og myndlist, tónlist og húsagerðarlist blómgazt svo ört á síðustu sex áratugum og þó einkum á síðasta aldarfjórðungi, að undrum sætir, enda fjöldi iðkenda þessara lista orðinn svo mikill, að ein- ungis lítið brot þjóðarinnar minnist nafna ýmissa þeirra lista- manna, sem þó hafa getið sér nokkurn orðstír. En þrátt fyrir allt þetta er engan veginn svo trygg, sem flestir munu gera ráð fyrir, framtíð íslenzkrar tungu og menningar — og þá ekki heldur ís- lenzks sjálfstæðis og þeirrar virðingar, sem þjóðin nýtur nú, þrátt fyrir smæð sína og ótrygga atvinnuvegi og efnahag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.