Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 40

Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 40
104 EIMREIÐIN Moldvarpan strýkur skóflu- skaftið. — Þú ert fífl, segir höfðing- inn. Menn eins og þú eru fjár- sjóðir, en þeir eru fífl. . . . Nú kemurðu inn og færð þér einn gráan. Fólkið á svölunum bíður og skilur ekki samhengið. — Ég sæki ekki veizlur, segir moldvarpan og fer að moka í holuna. — Neitarðu veizluboði. . . . Mínu veizluboði? Höfðinginn brýnir raustina. — Já, ég fer ekki inn. . . . Þó þú sért höfðingi, fer ég ekki inn, segir moldvarpan og gýtur augum á óhreinan vinnugallann sinn. — Þetta liélt ég að þú ættir ekki til, segir höfðinginn. — Þú ert fágætur. Þú ættir að eignast minnisvarða. Moldvarpan ryður moldinni í iioluna og beitir allri orku. Höfð- inginn horfir á og ruggar, svo verður lionum litið upp á sval- irnar til þeirra, sem bíða. — Komið þið með flösku, seg- ir hann. Skrifstofumaðurinn hleypur og kemur með flösku út á lóðina. Holan er full. Höfð- inginn tekur við flöskunni og réttir moldvörpunni. — Eigðu þetta, segir hann. Moldvarpan strýkur sveitt enn- ið, þurrkar sér á buxnaskálm og réttir fram höndina. — Ég þakka, segir hann, snýr sér við og gengur burt með skóflunar um öxl og dinglar flöskunni. Augnablik horfir höfðinginn til lians, síðan á steininn og hugsar. Þá beygir hann sig, tek- ur steininn tveim höndum og lyftir með erfiðismunum á hné sér, þannig róa þeir og fagnaðar- óp berast af svölunum. Hægt og virðulega færist höfðinginn meira í fang. Hann lýtur áfram, svo rykkir hann sér upp og aft- ur og stendur beinn með stein- inn framan á brjóstinu. Andlit- ið tútnar af átökum og augna- blik eru menn í vafa um jafn- vægið, en svo rarnbar hann af stað í átt til hússins, hægt en markvisst. Fagnaðarópin glymja, frúin hljóðar og hverfur inn í húsið. Orstuttu síðar mætir hún bónda sínum í forstofudyrun- um. — Slepptu þessu, skrækir hún og ætlar að þrífa til hans. —Burt kona, segir hann úf- inn. Burt með andskotans lúk- urnar. Henni fallast hendur og víkur ósjálfrátt úr dyrunum. Hann slagar í dyrastafina og and- litið verður rjóðara og rjóðara. Kinnbeinin eru áberandi og augun starandi. Þrep eftir þrep, hæð eftir hæð gengur hann í húsinu. Loks kemst hann ekki hærra. Fólkið starir og glottir. Hljómsveitin er hætt að leika og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.