Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 55

Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 55
afreksverk 119 mikill meginþáttur og ljóðformið er í hans ódauðlega snilldar- verki. Nú er það gömul saga, hve skiptar eru skoðanir meðal fræði- manna og skálda um það, hvernig flytja beri bókmenntaverk af einni tungu á aðra, og tekur það ekki sízt til þýðinga bundins máls. Kynnti ég mér þær skoðanir rækilega, þegar ég var að vinna að doktorsritgerð minni { Cornell háskóla um þýðingu séra Jóns I>or- lákssonar af ParacLísarmissi. Þar sem þetta hefir jafnan verið mér hugstætt mál, enda nátengt fræðiiðkunum mínum og ritstörfum, hefi ég eftir föngum fylgst með umræðunum um það efni. I stuttu máli má segja, að annars vegar eru þeir, sem halda fram þeirri skoðun, að þýðingin eigi að vera sem ,,orðréttust“, en hættir um leið til að sjást yfir það, hvert tjón hið þýdda verk kunni, sem listaverk, að bíða við slíka þýðingaraðferð. Sé um að ræða ljóð- verk, og formi þess og rími haldið, sem ávallt verður að teljast meðal meginatrið^ frá höfundarins hendi, þá er „orðrétt“ þýðing í rauninni óhugsanleg, vegna mismunar á þeim tungumálum, sem þar um ræðir, og þá um annað fram, þegar þau mál eru fjarskyld. Aðrir, sem frjálslyndari eru í þessum efnum, ekki eins miklir „bókstafmenn“ í þeim skilningi og hinir fyrrnefndu, vilja gefa þýðandanum rýmra svið, líta svo á, að bókmenntalegt listaverk megi fyrst og fremst sem minnstu tapa af reisn og listrænum heildar- svip í þýðingu, og næsta vafasamt að láta hið listræna yfirbragð verksins glatast í eltingaleik við smáatriði. Með öðrum orðum, að sé hinni „orðréttu" þýðingaraðferð beitt til hins ýtrasta, þá sé hætt- an sú, að þýðandinn einlilíni svo á einstök tré, að hann missi sjónar á skóginum, eins og enska orðtakið segir. Athyglisvert er það í þessu sambandi að minna á skoðun Stephans G. Stephanssonar á ljóðaþýðingum, en hann mun það af íslenzkum skáldum, sem Guðmundur Böðvarsson er andlega skyldastur, enda lífskjörin lík, báðir sveitabændur, en miklir andans menn, með heimsvíðan sjónhring og hugsjónaheim. Eins og ég sýndi fram á í ritgerð minni „Ljóðaþýðingar Stephans G. Stephanssonar“ (Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga í Vestur- heimi, 1954), gerði hann talsvert að; því að snúa erlendum ljóðum á íslenzku, meðal þeirra, úr ensku, nokkrum víðkunnum merkis- kvæðum. í bréfum til vinna sinna (í Bréfum og ritgerðum hans), er ég vitnaði til í ofannefndri ritgerð rninni, lýsir Stephan skoðun- um sínum á ljóðaþýðingum og þýðingaraðferð sinni. í bréfi til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.