Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 60
124
EIMREIÐIN
XVII. kviðu Paradísarljóða: „Forewarned, forearmed, retards the
arrow’s shock.“:
„Ef örin sést má brjóts síns betur gæta.“
Hrikafengin og víðfræg að verðleikum er lýsing Dantes á Satan
í XXXIV. kviðu Vítisljóða. Þýðing Guðmundar er einnig bæði
magni þrungin og svipmikil:
Hulinn til miðju í hörðum ísnum gnæfði
harðstjórinn mikli í ríki böls og kveina;
— risanna nafn mér hálfu betur hæfði
en þeim, að vera líkt við arma eina
andskota þess, — og stærð hans ægilega
af þeirri litlu líking mátt þú greina.
Ef hann, svo fagur fyrr, en alla vega
feiknlegur nú, reis drembinn gegn þeim hæsta,
er ljóst, að hann er upphaf tjóns og trega.
Þrjú andlit hafði, — ó, heyrið undrið stærsta, —
það höfuð er ég sá. í blóðlit hreinum
þau auglit var, er við mér blasti næsta.
Hin sneru að öxlum út af svírabeinum,
ógnlega samræmd, myrkum rúnum stungin,
og typptust síðan öll í kambi einum;
ásýndin er til hægri horfði, slungin
hvítgulum lit, er þelbragð Nílarlýða
bar sú hin vinstri, grimmd og þjáning þrungin.
Út frá hans herðum sá ég vængi víða,
varfylgi slíku svo sem hæfa mundu
og stærri seglum skipa er hafið skríða;