Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 60
124 EIMREIÐIN XVII. kviðu Paradísarljóða: „Forewarned, forearmed, retards the arrow’s shock.“: „Ef örin sést má brjóts síns betur gæta.“ Hrikafengin og víðfræg að verðleikum er lýsing Dantes á Satan í XXXIV. kviðu Vítisljóða. Þýðing Guðmundar er einnig bæði magni þrungin og svipmikil: Hulinn til miðju í hörðum ísnum gnæfði harðstjórinn mikli í ríki böls og kveina; — risanna nafn mér hálfu betur hæfði en þeim, að vera líkt við arma eina andskota þess, — og stærð hans ægilega af þeirri litlu líking mátt þú greina. Ef hann, svo fagur fyrr, en alla vega feiknlegur nú, reis drembinn gegn þeim hæsta, er ljóst, að hann er upphaf tjóns og trega. Þrjú andlit hafði, — ó, heyrið undrið stærsta, — það höfuð er ég sá. í blóðlit hreinum þau auglit var, er við mér blasti næsta. Hin sneru að öxlum út af svírabeinum, ógnlega samræmd, myrkum rúnum stungin, og typptust síðan öll í kambi einum; ásýndin er til hægri horfði, slungin hvítgulum lit, er þelbragð Nílarlýða bar sú hin vinstri, grimmd og þjáning þrungin. Út frá hans herðum sá ég vængi víða, varfylgi slíku svo sem hæfa mundu og stærri seglum skipa er hafið skríða;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.